Stríðsiðnaðurinn nærður Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar