Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Reykjanesbær mun stækka mikið á næstunni vísir/gva Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira