Nýtt lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómi ekki í forgangi hjá Landspítalanum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. júní 2017 20:47 Óttarr sagði jafnframt í svari sínu að hann hefði ekki vald til að þrýsta á að lyf yrði tekið til notkunar. Vísir/Stefán Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala. Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira