Eldri borgarar bíða í allt að ár eftir að komast að í dagvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2017 23:14 Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira