Grimmur húsbóndi Bubbi Morthens skrifar 15. júní 2017 16:15 Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun