Hestaskoðun ferðamanna veldur slysahættu á þjóðveginum 19. júní 2017 14:42 Jónas Guðmundsson leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. Skessuhorn Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent