Sigurður Magnús nýr forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 08:03 Sigurður Magnús Garðarsson. Háskóli Íslands Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sigurður Magnús var valinn úr hópi sex umsækjenda um starfið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Braga Janussyni þann 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Magnús hafi lokið BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1993 og hagnýttri stærðfræði 1995, hvort tveggja frá University of Washington í Bandaríkjunum. Doktorsprófi í umhverfisverkfræði hafi Sigurður Magnús svo lokið frá sama skóla árið 1997. „Sigurður Magnús starfaði um árabil sem ráðgjafaverkfræðingur í verkefnum á sviðum vatna- og straumfræði, fyrst í Bandaríkjunum og svo hér heima, og var ráðinn dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og prófessor árið 2007. Sigurður Magnús hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á rannsóknir tengdar endurnýjanlegri orku, þá sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, vatna- og straumfræði ásamt rannsóknum á neysluvatnsgæðum. Hann hefur birt fjölda vísindagreina og tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og meðal annars leitt rannsóknaverkefnið GEORG um alþjóðlegan rannsóknaklasa í jarðhita sem er styrkt af markáætlun Vísinda- og tækniráðs en að GEORG starfa 22 innlendir og erlendir aðilar. Sigurður Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands. Hann var skorarformaður Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar á árunum 2007-2008, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar 2008-2014 og hefur verið varaforseti deildarinnar frá þeim tíma. Sigurður Magnús hefur verið formaður Gæðanefndar háskólaráðs frá byrjun árs 2015. Á árunum 2015-2016 leiddi Sigurður Magnús ásamt aðstoðarrektor kennslu og þróunar stýrihóp sem vann að nýrri stefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 og hefur unnið að innleiðingu hennar með aðstoðarrektor frá samþykki stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Ráðningar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sigurður Magnús var valinn úr hópi sex umsækjenda um starfið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Braga Janussyni þann 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Magnús hafi lokið BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1993 og hagnýttri stærðfræði 1995, hvort tveggja frá University of Washington í Bandaríkjunum. Doktorsprófi í umhverfisverkfræði hafi Sigurður Magnús svo lokið frá sama skóla árið 1997. „Sigurður Magnús starfaði um árabil sem ráðgjafaverkfræðingur í verkefnum á sviðum vatna- og straumfræði, fyrst í Bandaríkjunum og svo hér heima, og var ráðinn dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og prófessor árið 2007. Sigurður Magnús hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á rannsóknir tengdar endurnýjanlegri orku, þá sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, vatna- og straumfræði ásamt rannsóknum á neysluvatnsgæðum. Hann hefur birt fjölda vísindagreina og tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og meðal annars leitt rannsóknaverkefnið GEORG um alþjóðlegan rannsóknaklasa í jarðhita sem er styrkt af markáætlun Vísinda- og tækniráðs en að GEORG starfa 22 innlendir og erlendir aðilar. Sigurður Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands. Hann var skorarformaður Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar á árunum 2007-2008, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar 2008-2014 og hefur verið varaforseti deildarinnar frá þeim tíma. Sigurður Magnús hefur verið formaður Gæðanefndar háskólaráðs frá byrjun árs 2015. Á árunum 2015-2016 leiddi Sigurður Magnús ásamt aðstoðarrektor kennslu og þróunar stýrihóp sem vann að nýrri stefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 og hefur unnið að innleiðingu hennar með aðstoðarrektor frá samþykki stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Ráðningar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira