Var með fallegasta brosið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 07:30 Cheick Tiote fagnar marki sínu á móti Arsenal árið 2011. Vísir/Getty Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren. Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren.
Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35