Mætir Íslandi á sunnudag en orð hans á Instagram vöktu mikla athygli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 15:30 Mario Mandzukic skorar hér markið sitt á móti Real Madrid. Vísir/Getty Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Mario Mandzukic skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eða aðeins átta dögum áður en hann stígur inn á Laugardalsvöllinn til að mæta Íslandi í undankeppni HM. Mandzukic skoraði markið með hjólhestaspyrnu eftir að hafa tekið boltann á brjóstkassann utarlega í vítateig Real Madrid. Mörkin verða varla fallegri en það sem hann skoraði í Wales. Markið hans Mandzukic dugði skammt í úrslitaleiknum á móti Real Madrid því Juventus tapaði leiknum 4-1. Eitthvað hefur Mandzukic heyrt af gagnrýni eftir tapið í Cardiff því hann þótti ástæða til að svara gagnrýnendum sínum á Instagram í dag. „Ljónið þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðunum sauðkindanna,“ skrifaði Mario Mandzukic á Instagram-síðu sína. Það mætti helst álykta sem svo að einhver hafi verið að halda því fram að kappinn væri ekki sigurvegari. Mandzukic birti nefnilega í leiðinni mynd af sér og öllum titlinum sem hann hefur unnið á ferlinum en þeir eru orðnir þó nokkrir eins og sést hér fyrir neðan. A lion doesn't stress over the opinion of sheep. #neverstop #stepbystep #proud #lion #passion #mm17 A post shared by Mario Mandžukić MM 17 (@mariomandzukic_official) on Jun 7, 2017 at 2:13am PDT Mario Mandzukic var að klára sitt annað tímabil með Juventus og hefur unnið tvennuna á þeim báðum. Áður lék hann með Atlético Madrid og Bayern München þar sem hann vann tvennuna 2013 og 2014. Á fjórum af síðustu fimm tímabilum sínum hefur hann því unnið bæði deildina og bikarinn með liði sínu en því náði hann einnig tvisvar sem leikmaður Dinamo Zagreb í Króatíu. Mandzukic hefur skorað 29 mörk í 75 landsleikjum fyrir Króatíu þar af 1 mark í 3 landsleikjum á móti Íslandi. Mandzukic skoraði í seinni umspilsleik Íslands og Króatíu um sæti á HM 2014 en hann fékk þá einnig rauða spjaldið fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Mandzukic tókst ekki að skora í fyrri leik þjóðanna í þessari undankeppni og var þá skipt útaf í uppbótartíma. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk í hinum fjórum landsleikjunum sem Mandzukic hefur spilað frá því í október.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira