Verjandinn krefst farsímagagna úr möstrum nærri þeim stað þar sem lík Birnu fannst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl. vísir/vilhelm Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18
Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00