Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 08:57 Jeremy Corbyn er formaður Verkamannaflokksins. Vísir/AFP Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39