Sigur stjórnarandstöðunnar: „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn“ Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Stjórnarandstaðan segir mál ríkisstjórnarinnar hafa komið seint og illa fram. vísir/ernir Afar fátt sem ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar kemst í gegnum Alþingi. Þingi verður frestað á morgun, miðvikudag, en það er helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í gegnum þingið og einhver ágreiningur ríkir um. Um önnur mál á borð við áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og verða þau látin bíða betri tíma. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar, sem mikill ágreiningur ríkir um, verður sömuleiðis settur á ís. Veikur eins manns meirihluti stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin geti keyrt mál í gegnum þingið eins og löngum hefur tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn þurft að setjast niður og stjórnarflokkarnir þurft að sætta sig við verulegar málamiðlunartillögur stjórnarandstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um jafnlaunavottun eftir að frumvarpið tók einhverjum breytingum svo það flýgur í gegnum þingið. „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Framsóknar. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá mun áfengisfrumvarpið ekki komast í gegn. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt neina áherslu á það í samningaviðræðum við stjórnarandstöðu. „Það fór út af borðinu strax. Það var útséð um að þar væri einhver sátt,“ segir Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir forseta Alþingis hafa lagt mikla áherslu á að klára þing á réttum tíma í stað þess að bæta við þingfundardögum. „Þá er skammur tími til stefnu. Það eru mörg stór mál sem bíða og um það voru formenn allra flokka sammála á laugardag.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórn og stjórnarandstöðu vera að læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir hafi ekki getað keyrt hluti áfram með sama hætti og áður. „Það er annaðhvort meirihluti fyrir málum eða ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir í sjálfu sér ekki hvort það er eins manns meirihluti eða ekki, en auðvitað er skynsemi fólgin í því að leita samkomulags um það sem mögulegt er. En þar sem er ágreiningur verður bara afl atkvæða að skera úr.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Afar fátt sem ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar kemst í gegnum Alþingi. Þingi verður frestað á morgun, miðvikudag, en það er helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í gegnum þingið og einhver ágreiningur ríkir um. Um önnur mál á borð við áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og verða þau látin bíða betri tíma. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar, sem mikill ágreiningur ríkir um, verður sömuleiðis settur á ís. Veikur eins manns meirihluti stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin geti keyrt mál í gegnum þingið eins og löngum hefur tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn þurft að setjast niður og stjórnarflokkarnir þurft að sætta sig við verulegar málamiðlunartillögur stjórnarandstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um jafnlaunavottun eftir að frumvarpið tók einhverjum breytingum svo það flýgur í gegnum þingið. „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Framsóknar. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá mun áfengisfrumvarpið ekki komast í gegn. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt neina áherslu á það í samningaviðræðum við stjórnarandstöðu. „Það fór út af borðinu strax. Það var útséð um að þar væri einhver sátt,“ segir Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir forseta Alþingis hafa lagt mikla áherslu á að klára þing á réttum tíma í stað þess að bæta við þingfundardögum. „Þá er skammur tími til stefnu. Það eru mörg stór mál sem bíða og um það voru formenn allra flokka sammála á laugardag.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórn og stjórnarandstöðu vera að læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir hafi ekki getað keyrt hluti áfram með sama hætti og áður. „Það er annaðhvort meirihluti fyrir málum eða ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir í sjálfu sér ekki hvort það er eins manns meirihluti eða ekki, en auðvitað er skynsemi fólgin í því að leita samkomulags um það sem mögulegt er. En þar sem er ágreiningur verður bara afl atkvæða að skera úr.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00