Fyrsti sigur Leiknis í sumar var á móti Leikni á Leiknisvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 16:05 Leiknismenn fagna marki Elvars Páls Sigurðssonar. Vísir/Stefán Leiknismenn úr Reykjavík fögnuðu sínum fyrsta sigri í Inkasso-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Kolbeinn Kárason og Elvar Páll Sigurðsson skoruðu mörk Leiknisliðsins en Kolbeinn klúðraði líka vítaspyrnu í leiknum. Hvorugt Leiknisliðið hafði unnið leik í deildinni fyrir viðureign þeirra í kvöld en Breiðhyltingar höfðu náð tveimur jafnteflum í fyrstu þremur umferðunum. Þetta er hinsvegar þriðji tapleikur Austfirðinga í röð eftir jafntefli á móti Gróttu í 1. umferðinni. Leiknir R. komst upp í sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en þetta var fyrsti leikur fjórðu umferðarinnar og því getur það breyst áður en umferðin klárast. Kolbeinn Kárason kom Leikni í 1-0 á 30. mínútu eftir undirbúning Elvars Páls Sigurðssonar. Kolbeinn gat bætt við öðru marki á 53. mínútu en lét þá Robert Winogrodzki verja frá sér vítaspyrnu. Elvar Páll Sigurðsson skoraði seinna mark Leiknisliðsins á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Ísak Atla Kristjánssyni en Elvar Páll hefur þar með skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Upplýsingar um gang leiksins eru fengnar frá fótbolti.net.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók skemmtilegar myndir á leiknum í dag og það má sjá þær hér fyrir neðan.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Íslenski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Leiknismenn úr Reykjavík fögnuðu sínum fyrsta sigri í Inkasso-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Kolbeinn Kárason og Elvar Páll Sigurðsson skoruðu mörk Leiknisliðsins en Kolbeinn klúðraði líka vítaspyrnu í leiknum. Hvorugt Leiknisliðið hafði unnið leik í deildinni fyrir viðureign þeirra í kvöld en Breiðhyltingar höfðu náð tveimur jafnteflum í fyrstu þremur umferðunum. Þetta er hinsvegar þriðji tapleikur Austfirðinga í röð eftir jafntefli á móti Gróttu í 1. umferðinni. Leiknir R. komst upp í sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en þetta var fyrsti leikur fjórðu umferðarinnar og því getur það breyst áður en umferðin klárast. Kolbeinn Kárason kom Leikni í 1-0 á 30. mínútu eftir undirbúning Elvars Páls Sigurðssonar. Kolbeinn gat bætt við öðru marki á 53. mínútu en lét þá Robert Winogrodzki verja frá sér vítaspyrnu. Elvar Páll Sigurðsson skoraði seinna mark Leiknisliðsins á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Ísak Atla Kristjánssyni en Elvar Páll hefur þar með skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Upplýsingar um gang leiksins eru fengnar frá fótbolti.net.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók skemmtilegar myndir á leiknum í dag og það má sjá þær hér fyrir neðan.Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Íslenski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira