Alvarleg tíðindi fyrir samfélagið Guðríður Arnardóttir skrifar 29. maí 2017 14:18 Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stóraukist frá árinu 2012. Mikil aukning hafi verið á bæði skamm- og langtímaveikindum stéttarinnar. Þannig hafi 37% aukning orðið á langtímaveikindum kennara frá árinu 2012. Það eru grafalvarleg tíðindi þegar staðreyndir sýna að kulnun í starfi er mest meðal kennara. Álag á kennara í starfi er staðreynd og mest er álagið við kennslu yngri barna í leik- og grunnskóla. Í dag þykir fínt í nútíma mannauðsstjórnun að bjóða starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika í starfi, möguleika á að vinna heima og þannig samþætta vinnu og fjölskyldulíf sem dregur úr álagi og streitu. Rannsóknir sýna að þeir sem búa við sveigjanleika á vinnustað skila meiri afköstum og eru ánægðari í starfi. Og á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn á vinnumarkaði almennt hefur verið vaxandi tilhneiging til að niðurnjörva vinnutíma kennara. Forysta sveitarfélaganna sækist í að hafa sem mest forræði á vinnu kennara með þeim afleiðingum að vinnudagurinn dugar kennaranum ekki til að klára verkefni dagsins og undirbúa næsta dag. Leikskólakennarar fá ekki þann nauðsynlega sveigjanleika í starfi til þess að undirbúa og skipuleggja kennslu í leikskólanum. Þeim er skammtaður of lítill tími til faglegs undirbúnings. Grunnskólakennarar þurfa sífellt að takast á við fleiri og fleiri verkefni. Í sumum tilfellum taka alls kyns teymisfundir, samskipti við heimili og aðrar skyldur utan kennslunnar allan tíma kennarans og lítið sem ekkert er eftir innan dagvinnumarka til að undirbúa kennslu næsta dags. Hægt og bítandi hefur verkefnum fjölgað án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess innan vinnuramma kennara. Í framhaldsskólanum hefur líka verið vaxandi tilhneiging til þess að setja fleiri verkefni á herðar kennara án þess að taka tillit til þess tíma sem þau taka. Framhaldsskólakennarar hafa sjálfir forræði yfir sínum vinnutíma að hluta og geta þá valið hvenær þeir undirbúa kennslu eða sinna námsmati. En til viðbótar við kennsluna og störf tengd henni færist nú í vöxt sérstök umsjón með ólögráða nemendum, aukin samskipti við heimili og teymisvinna tengd einstaka nemendum eða verkefnum. Það vekur hins vegar athygli að streita og kulnun í starfi er heldur minni meðal framhaldsskólakennara sem gæti verið vísbending þess að enn sem komið er sé miðstýring starfsins minni. Kennsla er á margan hátt lík starfi leikarans. Þú ert að koma fram fyrir framan aðra og gagnrýnendur eru kröfuharðir. Nemendur kvarta ef kennarinn á slæman dag og hann er hiklaust púaður niður ef illa gengur. Ekkert frekar en leikarinn getur staðið á sviði oft á dag svo árum skiptir er hægt að leggja of mikla kennslu á herðar kennarans án þess að eitthvað láti undan. Það er alveg ljóst að það þarf að vinda ofan af of miklu álagi í starfi kennara. Ábyrgð samningsaðila er mikil því það eru gríðarlega miklar fjárhæðir í húfi að koma í veg fyrir langtímaveikindi kennara svo ekki sé talað um örorku vegna kulnunar í starfi. Við óhóflegu álagi í kennarastéttinni verður að bregðast við samningaborðið og semja um meiri sveigjanleika og afmarka vandlega þau verkefni sem rúmast innan dagvinnumarka kennarans.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stóraukist frá árinu 2012. Mikil aukning hafi verið á bæði skamm- og langtímaveikindum stéttarinnar. Þannig hafi 37% aukning orðið á langtímaveikindum kennara frá árinu 2012. Það eru grafalvarleg tíðindi þegar staðreyndir sýna að kulnun í starfi er mest meðal kennara. Álag á kennara í starfi er staðreynd og mest er álagið við kennslu yngri barna í leik- og grunnskóla. Í dag þykir fínt í nútíma mannauðsstjórnun að bjóða starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika í starfi, möguleika á að vinna heima og þannig samþætta vinnu og fjölskyldulíf sem dregur úr álagi og streitu. Rannsóknir sýna að þeir sem búa við sveigjanleika á vinnustað skila meiri afköstum og eru ánægðari í starfi. Og á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn á vinnumarkaði almennt hefur verið vaxandi tilhneiging til að niðurnjörva vinnutíma kennara. Forysta sveitarfélaganna sækist í að hafa sem mest forræði á vinnu kennara með þeim afleiðingum að vinnudagurinn dugar kennaranum ekki til að klára verkefni dagsins og undirbúa næsta dag. Leikskólakennarar fá ekki þann nauðsynlega sveigjanleika í starfi til þess að undirbúa og skipuleggja kennslu í leikskólanum. Þeim er skammtaður of lítill tími til faglegs undirbúnings. Grunnskólakennarar þurfa sífellt að takast á við fleiri og fleiri verkefni. Í sumum tilfellum taka alls kyns teymisfundir, samskipti við heimili og aðrar skyldur utan kennslunnar allan tíma kennarans og lítið sem ekkert er eftir innan dagvinnumarka til að undirbúa kennslu næsta dags. Hægt og bítandi hefur verkefnum fjölgað án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess innan vinnuramma kennara. Í framhaldsskólanum hefur líka verið vaxandi tilhneiging til þess að setja fleiri verkefni á herðar kennara án þess að taka tillit til þess tíma sem þau taka. Framhaldsskólakennarar hafa sjálfir forræði yfir sínum vinnutíma að hluta og geta þá valið hvenær þeir undirbúa kennslu eða sinna námsmati. En til viðbótar við kennsluna og störf tengd henni færist nú í vöxt sérstök umsjón með ólögráða nemendum, aukin samskipti við heimili og teymisvinna tengd einstaka nemendum eða verkefnum. Það vekur hins vegar athygli að streita og kulnun í starfi er heldur minni meðal framhaldsskólakennara sem gæti verið vísbending þess að enn sem komið er sé miðstýring starfsins minni. Kennsla er á margan hátt lík starfi leikarans. Þú ert að koma fram fyrir framan aðra og gagnrýnendur eru kröfuharðir. Nemendur kvarta ef kennarinn á slæman dag og hann er hiklaust púaður niður ef illa gengur. Ekkert frekar en leikarinn getur staðið á sviði oft á dag svo árum skiptir er hægt að leggja of mikla kennslu á herðar kennarans án þess að eitthvað láti undan. Það er alveg ljóst að það þarf að vinda ofan af of miklu álagi í starfi kennara. Ábyrgð samningsaðila er mikil því það eru gríðarlega miklar fjárhæðir í húfi að koma í veg fyrir langtímaveikindi kennara svo ekki sé talað um örorku vegna kulnunar í starfi. Við óhóflegu álagi í kennarastéttinni verður að bregðast við samningaborðið og semja um meiri sveigjanleika og afmarka vandlega þau verkefni sem rúmast innan dagvinnumarka kennarans.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun