Bjarni og stolnu fjaðrirnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2017 07:00 Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjörlega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurningum. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjörlega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurningum. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun