Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur nýlega tekið nýja bíla í notkun. Sé rýnt í tölur sést að vopnuðum útköllum þeirra er að fjölga. vísir/anton Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59
Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42
Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29
Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07
Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51