Tölvuleikir skáka tónlistinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar