Milos: Finnst þetta sanngjarn sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2017 21:50 Milos Milojevic er þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30