Ráðherra segir nauðsynlegt að ríkið ræði sem fyrst við sveitarfélögin um Borgarlínu Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/pjetur Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27