Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:21 Vísir/EPA Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira