Lifðu í fegurð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. maí 2017 07:00 Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lendingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunarmanninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augnaráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægilegra að fá á baukinn frá fáráðlingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lendingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunarmanninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augnaráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægilegra að fá á baukinn frá fáráðlingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun