Ósáttir við að geta ekki kosið með hjartanu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 09:00 Mikil öryggisgæsla var í París. Um 50 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina. Frakkar fögnuðu langt fram á nótt eftir að ljóst varð á sunnudag að Emmanuel Macron yrði næsti forseti Frakklands. Hann hlaut um 66 prósent gildra atkvæða en Marine LePen hlaut þriðjung þeirra. „Það var svakaleg stemning og þetta er greinilega mikill hátíðisdagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem var stödd í París um helgina. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um stemninguna á meðal Frakka. Um 300 þúsund Frakkar hópuðust saman í Tuileries-garðinum, við Louvre, til að fagna nýkjörnum forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að löggæslan hafi verið gríðarleg. Þórhildur segist skynja að Frakkar uni niðurstöðunni mjög vel en ákveðinn hópur sé óhress með að hafa ekki getað kosið með hjartanu heldur hafi þeir helst verið að hugsa um að halda Le Pen frá. „Sérstaklega vinstri mennirnir. Þeim finnst þeir ekki hafa átt neinn frambjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda endurspeglast það í því að það var metfjöldi auðra atkvæða og kosningaþátttakan var léleg,“ segir Þórhildur. Hún segir fána Evrópusambandsins hafa verið áberandi eftir sigur Macrons og augljóst að þeir sem voru samankomnir á torginu litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir þá sem vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Enda hafði Le Pen heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Frakkar ættu að vera áfram í ESB.Brigitte Trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPABjörn Bjarnason, formaður Varðbergs – Samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi ráðherra, hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Hann segir niðurstöðuna styrkja Evrópusambandið í sessi en bendir á að Macron hafi ætlað að vinna að breytingum á Evrópusambandinu til að stuðla að breytingum í átt að meira lýðræði. Þessi fyrirheit hans séu ekki beinlínis fagnaðarefni fyrir þá sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það verði því spennandi að sjá hvernig mál þróast. „Þessi óánægja innan Evrópusambandsins með skort á lýðræðislegu umboði þeirra sem fara með æðstu stjórn er ekki bara bundin við Frakkland,“ segir Björn.Macron veifaði til fjöldans. Nú þarf hann að undirbúa sig fyrir þingkosningar í sumar.Björn segist ánægður með að Macron hafði sigur gegn LePen. „Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“ Björn segir að það verði spennandi að fylgjast með Macron í framhaldinu. „Það verður spennandi að sjá hvern hann velur sem forsætisráðherraefni og hvernig hann myndar ríkisstjórn,“ segir hann. Þá verði spennandi að sjá hvernig þingið verður samsett eftir þingkosningarnar í sumar. „Ég á ekki von á því að Le Pen fái mikið í þingkosningunum en það er ekki vitað hvað hann fær,“ segir Björn og bendir á að bæði Macron og flokkur hans séu óskrifað blað. „En hann skýrði auðvitað sín sjónarmið í kosningabaráttunni og var málefnalegur á meðan hún var eiginlega bara dónaleg, ef svo má segja.“Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Frakkar fögnuðu langt fram á nótt eftir að ljóst varð á sunnudag að Emmanuel Macron yrði næsti forseti Frakklands. Hann hlaut um 66 prósent gildra atkvæða en Marine LePen hlaut þriðjung þeirra. „Það var svakaleg stemning og þetta er greinilega mikill hátíðisdagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem var stödd í París um helgina. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um stemninguna á meðal Frakka. Um 300 þúsund Frakkar hópuðust saman í Tuileries-garðinum, við Louvre, til að fagna nýkjörnum forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að löggæslan hafi verið gríðarleg. Þórhildur segist skynja að Frakkar uni niðurstöðunni mjög vel en ákveðinn hópur sé óhress með að hafa ekki getað kosið með hjartanu heldur hafi þeir helst verið að hugsa um að halda Le Pen frá. „Sérstaklega vinstri mennirnir. Þeim finnst þeir ekki hafa átt neinn frambjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda endurspeglast það í því að það var metfjöldi auðra atkvæða og kosningaþátttakan var léleg,“ segir Þórhildur. Hún segir fána Evrópusambandsins hafa verið áberandi eftir sigur Macrons og augljóst að þeir sem voru samankomnir á torginu litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir þá sem vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Enda hafði Le Pen heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Frakkar ættu að vera áfram í ESB.Brigitte Trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPABjörn Bjarnason, formaður Varðbergs – Samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi ráðherra, hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Hann segir niðurstöðuna styrkja Evrópusambandið í sessi en bendir á að Macron hafi ætlað að vinna að breytingum á Evrópusambandinu til að stuðla að breytingum í átt að meira lýðræði. Þessi fyrirheit hans séu ekki beinlínis fagnaðarefni fyrir þá sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það verði því spennandi að sjá hvernig mál þróast. „Þessi óánægja innan Evrópusambandsins með skort á lýðræðislegu umboði þeirra sem fara með æðstu stjórn er ekki bara bundin við Frakkland,“ segir Björn.Macron veifaði til fjöldans. Nú þarf hann að undirbúa sig fyrir þingkosningar í sumar.Björn segist ánægður með að Macron hafði sigur gegn LePen. „Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“ Björn segir að það verði spennandi að fylgjast með Macron í framhaldinu. „Það verður spennandi að sjá hvern hann velur sem forsætisráðherraefni og hvernig hann myndar ríkisstjórn,“ segir hann. Þá verði spennandi að sjá hvernig þingið verður samsett eftir þingkosningarnar í sumar. „Ég á ekki von á því að Le Pen fái mikið í þingkosningunum en það er ekki vitað hvað hann fær,“ segir Björn og bendir á að bæði Macron og flokkur hans séu óskrifað blað. „En hann skýrði auðvitað sín sjónarmið í kosningabaráttunni og var málefnalegur á meðan hún var eiginlega bara dónaleg, ef svo má segja.“Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPA
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira