Frönsku forsetaframbjóðendurnir fá allir sínar 15 mínútur í sjónvarpi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2017 14:08 Emmanuel Macron þykir enn líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. Vísir/AFP Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent Frakkland Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent
Frakkland Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira