Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira