Foreldrar á Ólafsfirði útiloka ekki áframhaldandi mótmæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:38 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“
Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55