Ákváðu að tala opinskátt um veikindin eftir sögusagnir um andlát Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2017 11:01 "Við sjáum lífið í öðru ljósi. Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera, sérstaklega núna þegar sumarið er að koma." vísir/valli Stefán Karl Stefánsson leikari segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi frá fólki hvaðanæva af úr heiminum í gegnum veikindi sín. Hann lauk nýlega meðferðum vegna krabbameins sem hann greindist með í brisi síðastliðið haust. Stefán Karl segir það ekki hafa verið mistök greina nánast strax frá veikindunum, en hann og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, birtu færslu á Facebook þess efnis. Fyrir þann tíma höfðu ýmsar sögusagnir gengið manna á milli. Hann segir það hafa hjálpað að segja strax frá. „Mjög fljótlega eftir að ég var fluttur inn á Landspítala, eða um tveimur sólarhringum síðar, fóru að berast allskyns kjaftasögur um andlát mitt og svo framvegis. Jafnvel vissi fólk ekkert hvað var að en vissi að þetta var eitthvað alvarlegt. Greinilega hafði þetta eitthvað spurst út og við bara tókum ákvörðun að segja strax og rétt frá í upphafi og vorum ekkert að fela þetta,“ sagði Stefán Karl í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Ákveðin sáluhjálp að segja frá Stefán Karl segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni, frá Íslendingum og útlendingum, en hann hefur starfað mikið í Bandaríkjunum síðustu ár. Bréfin skiptu þúsundum. „Það varð þessi holskefla. Fólk kom á móti okkur og það voru ekki mistök að gera þetta. [...] Þetta voru yfir átta þúsund bréf og skilaboð frá fólki og ég hefði ekki komist yfir að lesa þetta allt. Maður var overwhelmed af athyglinni sem maður fékk. Hvert læk og komment og annað sem maður fær frá fólki í þessum aðstæðum er bara manns sáluhjálp. Þess vegna segi ég að það er svo mikilvægt að ef það er einhver veikur í þínu nánasta umhverfi eða einhver sem þú hefur heyrt af eða veist af, þá bara réttið þið út höndina. Það þarf ekkert að segja rétta hlutinn. Það er nóg að bjóða góðan daginn.“ Hann bætir við að stuðningur frá félagasamtökum á borð við Kraft, Ljósið og Krabbameinsfélagið sé ómetanlegur og að mikilvægt sé að vekja athygli á starfi þeirra. Yfir 1500 manns greinist með krabbamein hér á landi á ári hverju og að samtökin séu nauðsynlegur þáttur í lífi þeirra sem veikjast, hvort sem um sé að ræða andlegan stuðning eða fjárhagslegan. Afar dýrt sé að greinast með krabbamein. „Ég get ímyndað mér að þeir sem eru í mjög slæmri stöðu og lenda í þessu að þetta er kostnaður sem leynt og ljóst hleypur á hundruðum þúsunda. Þá er ég bara að tala um beinan kostnað, ekki um vinnutap eða neitt slíkt. Þetta er ekki bara vinnutap þess sem verður fyrir því heldur líka vinnutap maka. [...] Það að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé ókeypis er náttúrulega bara kjaftæði. Hún er það alls ekki. Hún er ódýrari en í Sarajevo eða í Bandaríkjunum en hún er ekki ókeypis.“Sér lífið í öðru ljósi Aðspurður segist Stefán Karl hafa það gott. Þetta sé verkefni sem hann takist á með fjölskyldu sinni og aðstandendum og segist gera sér grein fyrir því að það muni taka tíma. Erfiðast við veikindin hafi hins vegar verið óvissan en að þá skipti mestu máli að halda í vonina. „Vonin er okkar sterkasta afl. [...] Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá barnabörnin mín og ég vona að ég sjái börnin mín vaxa úr grasi því þetta krabbamein er mjög skætt og endurkomutíðnin er mjög há. Ég er ekkert að dvelja við það að í 80 prósentum tilfella kemur þetta aftur. Ég ætla ekkert að dvelja við það. En ég ætla bara að vera í þessum 20 prósentum en það er það erfiðasta að glíma við. Það er þessi óvissa og að halda haus í gegnum það og fyrir fjölskylduna alla.“ Þá segir hann veikindin hafa breytt fjölskyldunni mikið. „Ég hefði ekki getað farið í gegnum þetta án Steinunnar. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Ég verð henni ævinlega þakklátur fyrir að standa mér svona þétt að baki eins og hún gerir og þetta hefur breytt okkur. Við sjáum lífið í öðru ljósi. Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera, sérstaklega núna þegar sumarið er að koma.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán Karl í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12 Stefán Karl hefur lokið krabbameinsmeðferð Leikarinn greindi frá fregnunum á Facebook í dag. 24. apríl 2017 19:24 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðningi frá fólki hvaðanæva af úr heiminum í gegnum veikindi sín. Hann lauk nýlega meðferðum vegna krabbameins sem hann greindist með í brisi síðastliðið haust. Stefán Karl segir það ekki hafa verið mistök greina nánast strax frá veikindunum, en hann og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, birtu færslu á Facebook þess efnis. Fyrir þann tíma höfðu ýmsar sögusagnir gengið manna á milli. Hann segir það hafa hjálpað að segja strax frá. „Mjög fljótlega eftir að ég var fluttur inn á Landspítala, eða um tveimur sólarhringum síðar, fóru að berast allskyns kjaftasögur um andlát mitt og svo framvegis. Jafnvel vissi fólk ekkert hvað var að en vissi að þetta var eitthvað alvarlegt. Greinilega hafði þetta eitthvað spurst út og við bara tókum ákvörðun að segja strax og rétt frá í upphafi og vorum ekkert að fela þetta,“ sagði Stefán Karl í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Ákveðin sáluhjálp að segja frá Stefán Karl segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni, frá Íslendingum og útlendingum, en hann hefur starfað mikið í Bandaríkjunum síðustu ár. Bréfin skiptu þúsundum. „Það varð þessi holskefla. Fólk kom á móti okkur og það voru ekki mistök að gera þetta. [...] Þetta voru yfir átta þúsund bréf og skilaboð frá fólki og ég hefði ekki komist yfir að lesa þetta allt. Maður var overwhelmed af athyglinni sem maður fékk. Hvert læk og komment og annað sem maður fær frá fólki í þessum aðstæðum er bara manns sáluhjálp. Þess vegna segi ég að það er svo mikilvægt að ef það er einhver veikur í þínu nánasta umhverfi eða einhver sem þú hefur heyrt af eða veist af, þá bara réttið þið út höndina. Það þarf ekkert að segja rétta hlutinn. Það er nóg að bjóða góðan daginn.“ Hann bætir við að stuðningur frá félagasamtökum á borð við Kraft, Ljósið og Krabbameinsfélagið sé ómetanlegur og að mikilvægt sé að vekja athygli á starfi þeirra. Yfir 1500 manns greinist með krabbamein hér á landi á ári hverju og að samtökin séu nauðsynlegur þáttur í lífi þeirra sem veikjast, hvort sem um sé að ræða andlegan stuðning eða fjárhagslegan. Afar dýrt sé að greinast með krabbamein. „Ég get ímyndað mér að þeir sem eru í mjög slæmri stöðu og lenda í þessu að þetta er kostnaður sem leynt og ljóst hleypur á hundruðum þúsunda. Þá er ég bara að tala um beinan kostnað, ekki um vinnutap eða neitt slíkt. Þetta er ekki bara vinnutap þess sem verður fyrir því heldur líka vinnutap maka. [...] Það að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé ókeypis er náttúrulega bara kjaftæði. Hún er það alls ekki. Hún er ódýrari en í Sarajevo eða í Bandaríkjunum en hún er ekki ókeypis.“Sér lífið í öðru ljósi Aðspurður segist Stefán Karl hafa það gott. Þetta sé verkefni sem hann takist á með fjölskyldu sinni og aðstandendum og segist gera sér grein fyrir því að það muni taka tíma. Erfiðast við veikindin hafi hins vegar verið óvissan en að þá skipti mestu máli að halda í vonina. „Vonin er okkar sterkasta afl. [...] Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá barnabörnin mín og ég vona að ég sjái börnin mín vaxa úr grasi því þetta krabbamein er mjög skætt og endurkomutíðnin er mjög há. Ég er ekkert að dvelja við það að í 80 prósentum tilfella kemur þetta aftur. Ég ætla ekkert að dvelja við það. En ég ætla bara að vera í þessum 20 prósentum en það er það erfiðasta að glíma við. Það er þessi óvissa og að halda haus í gegnum það og fyrir fjölskylduna alla.“ Þá segir hann veikindin hafa breytt fjölskyldunni mikið. „Ég hefði ekki getað farið í gegnum þetta án Steinunnar. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Ég verð henni ævinlega þakklátur fyrir að standa mér svona þétt að baki eins og hún gerir og þetta hefur breytt okkur. Við sjáum lífið í öðru ljósi. Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins sem við ættum öll að gera, sérstaklega núna þegar sumarið er að koma.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán Karl í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12 Stefán Karl hefur lokið krabbameinsmeðferð Leikarinn greindi frá fregnunum á Facebook í dag. 24. apríl 2017 19:24 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12
Stefán Karl hefur lokið krabbameinsmeðferð Leikarinn greindi frá fregnunum á Facebook í dag. 24. apríl 2017 19:24
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52