Ólíkt svissneska kettinum fékk læðan Nuk að lifa þrátt fyrir að hafa komið ólöglega til landsins 25. apríl 2017 14:44 Læðan Nuk og eigandi hennar Susanne Alsing. Munurinn á meðhöndlun Matvælastofnunar á læðunni Nuk fyrir fjórum árum og meðhöndlun á svissneska kettinum, sem var aflífaður á Austurlandi í síðustu viku, hefur vakið athygli.Svissnesk kona, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag síðustu viku, flutti kött ólöglega til landsins í húsbíl sínum. Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu frá sjálfstætt starfandi dýralækni í bænum um konuna sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með köttinn en að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu, eins og lög gera ráð fyrir, að beiðni Matvælastofnunar. Læðan Nuk fékk ekki slíka meðhöndlun því Matvælastofnun leit málið þeim augum að eigandi hennar hefði ekki verið að reyna að flytja læðuna til landsins. Eigandi kattarins er dönsk kona en einkaflugvél hennar var millilent á Reykjavíkurflugvelli á leið hennar til Bandaríkjanna. Var litið á málið sem óhapp og því var í varúðarskyni gerð heilbrigðisskoðun á læðunni og tekin úr henni sýni til rannsókna.Sjá einnig: Kötturinn Nuk fundinn: Ég er mjög hamingjusöm Var það mat Matvælastofnunar að ekki þyrfti að fara fram á aflífun á dýrinu og var ákveðið að heimila eiganda læðunnar að fara með hana úr landi. Eigandi svissneska kattarins hafði hins vegar ekki möguleika á að færa köttinn sinn til skoðunar og sýnatöku þar sem hann flutti köttinn ólöglega til landsins. Í tilviki svissneska kattarins var farið eftir því sem segir í lögum um innflutning dýra en þar kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af þeim. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Munurinn á meðhöndlun Matvælastofnunar á læðunni Nuk fyrir fjórum árum og meðhöndlun á svissneska kettinum, sem var aflífaður á Austurlandi í síðustu viku, hefur vakið athygli.Svissnesk kona, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag síðustu viku, flutti kött ólöglega til landsins í húsbíl sínum. Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu frá sjálfstætt starfandi dýralækni í bænum um konuna sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með köttinn en að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu, eins og lög gera ráð fyrir, að beiðni Matvælastofnunar. Læðan Nuk fékk ekki slíka meðhöndlun því Matvælastofnun leit málið þeim augum að eigandi hennar hefði ekki verið að reyna að flytja læðuna til landsins. Eigandi kattarins er dönsk kona en einkaflugvél hennar var millilent á Reykjavíkurflugvelli á leið hennar til Bandaríkjanna. Var litið á málið sem óhapp og því var í varúðarskyni gerð heilbrigðisskoðun á læðunni og tekin úr henni sýni til rannsókna.Sjá einnig: Kötturinn Nuk fundinn: Ég er mjög hamingjusöm Var það mat Matvælastofnunar að ekki þyrfti að fara fram á aflífun á dýrinu og var ákveðið að heimila eiganda læðunnar að fara með hana úr landi. Eigandi svissneska kattarins hafði hins vegar ekki möguleika á að færa köttinn sinn til skoðunar og sýnatöku þar sem hann flutti köttinn ólöglega til landsins. Í tilviki svissneska kattarins var farið eftir því sem segir í lögum um innflutning dýra en þar kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af þeim. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00