Aftur kosið í stjórn RÚV þar sem tveir eru ekki kjörgengir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 08:55 Sveitarstjórnarfulltrúar teljast ekki kjörgengir samkvæmt lögum, en Alþingi virðist ekki hafa áttað sig á því í gær. Vísir/GVA Alþingi mun aftur kjósa í stjórn Ríkisútvarpsins, þar sem tveir fulltrúar, sem kosnir voru í stjórnina í gær, eru ekki kjörgengir. Það eru þau Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks í Skagafirði, og Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Sveitarstjórnarfulltrúar teljast ekki kjörgengir samkvæmt lögum og verður því kosið um tvo nýja aðalmenn á þingfundi klukkan 15 í dag. Stefán Vagn var kosinn í stjórnina sem einn fulltrúa Framsóknarflokksins en hann situr í bæjarstjórn Skagafjarðar. Þá var Kristín María kosin sem fulltrúi Viðreisnar en hún situr í bæjarstjórn Grindavíkur fyrir Lista Grindavíkinga. Skipting flokkanna mun hins vegar ekkert breytast í stjórn Ríkisútvarpsins. Þar eiga Sjálfstæðismenn þrjá fulltrúa en hinir flokkarnir einn fulltrúa hver fyrir sig. Stjórnarflokkarnir samtals fimm og stjórnarandstaðan fjóra fulltrúa. Níu aðalmenn voru kosnir í stjórn RÚV á Alþingi í gær en kosið er til eins árs í senn. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra. Þá voru Brynjólfur Stefánsson, Jón Jónsson, Jón Ólafsson, Lára Hanna Einarsdóttir og Mörður Árnason kosin í stjórnina, auk Kristínar og Stefáns. Þá var jafnframt kosið í bankaráð Seðlabankans í gær en nýir bankaráðsmenn eru Þórunn Guðmundsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sveinn Agnarsson, Auður Hermannsdóttir, Björn Valur Gíslason, Þór Saari og Frosti Sigurjónsson.Stjórn Ríkisútvarpsins ohf skipa nú: Ragnheiður Ríkharðsdóttir (A) Sjálfstæðisflokkur Brynjólfur Stefánsson (A) Sjálfstæðisflokkur Jón Jónsson (A) Sjálfstæðisflokkur Kristín María Birgisdóttir (A) Viðreisn Friðrik Rafnsson (A) Björt framtíð Jón Ólafsson (B) Vinstri græn Lára Hanna Einarsdóttir (B) Píratar Stefán Vagn Stefánsson (B) Framsókn Mörður Árnason (B) Samfylkingin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Alþingi mun aftur kjósa í stjórn Ríkisútvarpsins, þar sem tveir fulltrúar, sem kosnir voru í stjórnina í gær, eru ekki kjörgengir. Það eru þau Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks í Skagafirði, og Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Sveitarstjórnarfulltrúar teljast ekki kjörgengir samkvæmt lögum og verður því kosið um tvo nýja aðalmenn á þingfundi klukkan 15 í dag. Stefán Vagn var kosinn í stjórnina sem einn fulltrúa Framsóknarflokksins en hann situr í bæjarstjórn Skagafjarðar. Þá var Kristín María kosin sem fulltrúi Viðreisnar en hún situr í bæjarstjórn Grindavíkur fyrir Lista Grindavíkinga. Skipting flokkanna mun hins vegar ekkert breytast í stjórn Ríkisútvarpsins. Þar eiga Sjálfstæðismenn þrjá fulltrúa en hinir flokkarnir einn fulltrúa hver fyrir sig. Stjórnarflokkarnir samtals fimm og stjórnarandstaðan fjóra fulltrúa. Níu aðalmenn voru kosnir í stjórn RÚV á Alþingi í gær en kosið er til eins árs í senn. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra. Þá voru Brynjólfur Stefánsson, Jón Jónsson, Jón Ólafsson, Lára Hanna Einarsdóttir og Mörður Árnason kosin í stjórnina, auk Kristínar og Stefáns. Þá var jafnframt kosið í bankaráð Seðlabankans í gær en nýir bankaráðsmenn eru Þórunn Guðmundsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sveinn Agnarsson, Auður Hermannsdóttir, Björn Valur Gíslason, Þór Saari og Frosti Sigurjónsson.Stjórn Ríkisútvarpsins ohf skipa nú: Ragnheiður Ríkharðsdóttir (A) Sjálfstæðisflokkur Brynjólfur Stefánsson (A) Sjálfstæðisflokkur Jón Jónsson (A) Sjálfstæðisflokkur Kristín María Birgisdóttir (A) Viðreisn Friðrik Rafnsson (A) Björt framtíð Jón Ólafsson (B) Vinstri græn Lára Hanna Einarsdóttir (B) Píratar Stefán Vagn Stefánsson (B) Framsókn Mörður Árnason (B) Samfylkingin
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira