Áfram í haldi vegna gruns um að hafa misþyrmt barnsmóður sinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 09:36 Maðurinn var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun árs. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem í janúar var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi hennar með því að halda henni nauðugri í íbúð hennar og beitt hana ofbeldi og hótunum. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni nokkrum sinnum, þvingað hana til að hafa við sig munnmök, beitt hana ofbeldi og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Jafnframt hafi hann tekið hana kverkataki og hert að, kýlt hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, hótað henni með því að þrýsta hnífi að hálsi hennar og hótað að stinga hana með hnífnum ef hún ekki þegði. Í dómnum segir jafnframt að hann hafi barið höfði konunnar utan í vegg í sturtu á baðherbergi og skorið langan skurð á höku hennar. Þá hafi hann reynt að svipta konuna lífi með því að taka hana hálstaki þannig að hún náði ekki andanum og missti meðvitund stutta stund. Hálstakið hafi verið það þétt að konan hafi hlotið talsverðar blæðingar undir slímhúð beggja augna og útbreidda áverka framan á hálsi og rispur til hliðanna.Mætti óboðinn með félaga sínumÍ greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald síðastliðið sumar á grundvelli almannahagsmuna kom fram að maðurinn hefði komið um nóttina óboðinn heim til hennar ásamt öðrum manni sem konan þekkti ekki. Barnsfaðirinn hefði viljað að hún svæfi hjá þeim báðum en það vildi konan ekki. Sagði hún þeim að fara sem þeir gerðu. Stuttu síðar kom barnsfaðir hennar aftur og bað um gistingu. Sagði konan að hann mætti gista á sófanum, hann fór fram en kom svo inn í svefnherbergið, réðst á konuna og nauðgaði henni. Fundu blóð í íbúðinni Þá segir jafnframt í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi áverkar konunnar, sem voru um allan líkama hennar, verið í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Þá hafi lögreglan séð blóðslettur víða um íbúðina, meðal annars í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Maðurinn neitaði sök í málinu og er lýsing hans á atburðum afar ólík lýsingum konunnar. Maðurinn var á skilorði þegar hann var handtekinn en hann hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem í janúar var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi hennar með því að halda henni nauðugri í íbúð hennar og beitt hana ofbeldi og hótunum. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni nokkrum sinnum, þvingað hana til að hafa við sig munnmök, beitt hana ofbeldi og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Jafnframt hafi hann tekið hana kverkataki og hert að, kýlt hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, hótað henni með því að þrýsta hnífi að hálsi hennar og hótað að stinga hana með hnífnum ef hún ekki þegði. Í dómnum segir jafnframt að hann hafi barið höfði konunnar utan í vegg í sturtu á baðherbergi og skorið langan skurð á höku hennar. Þá hafi hann reynt að svipta konuna lífi með því að taka hana hálstaki þannig að hún náði ekki andanum og missti meðvitund stutta stund. Hálstakið hafi verið það þétt að konan hafi hlotið talsverðar blæðingar undir slímhúð beggja augna og útbreidda áverka framan á hálsi og rispur til hliðanna.Mætti óboðinn með félaga sínumÍ greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald síðastliðið sumar á grundvelli almannahagsmuna kom fram að maðurinn hefði komið um nóttina óboðinn heim til hennar ásamt öðrum manni sem konan þekkti ekki. Barnsfaðirinn hefði viljað að hún svæfi hjá þeim báðum en það vildi konan ekki. Sagði hún þeim að fara sem þeir gerðu. Stuttu síðar kom barnsfaðir hennar aftur og bað um gistingu. Sagði konan að hann mætti gista á sófanum, hann fór fram en kom svo inn í svefnherbergið, réðst á konuna og nauðgaði henni. Fundu blóð í íbúðinni Þá segir jafnframt í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi áverkar konunnar, sem voru um allan líkama hennar, verið í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Þá hafi lögreglan séð blóðslettur víða um íbúðina, meðal annars í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Maðurinn neitaði sök í málinu og er lýsing hans á atburðum afar ólík lýsingum konunnar. Maðurinn var á skilorði þegar hann var handtekinn en hann hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira