Brjálaðir yfir því að Macron sniðgangi RT og Sputnik Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2017 20:30 Emmanuel Macron. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi eru bálreið yfir því að forsetaframbjóðandinn franski Emmanuel Macron sniðgangi fjölmiðlanna RT, Ruptly og Sputnik sem báðir eru í eigu rússneska ríkisins. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir framferði Macron vera svívirðilegt. Blaðamenn fjölmiðlanna hafa ekki fengið aðgang að framboði Macron á síðustu dögum. Talsmaður Macron hefur staðfest að fjölmiðlunum verði ekki veittur aðgangur að framboðinu. Hann sagði þá dreifa áróðri Rússa og fölskum fréttum. Zakharova segir ráðuneytið líta á það sem „vísvitandi mismunun gegn rússneskum fjölmiðlum af forsetaframbjóðanda ríkis, sem hefur um langt skeið varið málfrelsi.“ Þetta segir hún samkvæmt Tass fréttaveitunni sem einnig er í eigu rússneska ríkisins. Framboð Macron hefur að undanförnu orðið fyrir tölvuárásum sem sérfræðingar tengja við sömu aðila og brutust inn í kerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þeir hakkarar eru sagðir vera á vegum rússneska ríkisins sem á þessa sömu fjölmiðla og Macron er að sniðganga.Reyndu að gabba starfsmenn flokksins Netöryggisfyrirtækið segir hakkarahópinn Pawn Storm, sem einnig hefur gengið undir nafninu Fancy Bear, hafa sent starfsmönnum Macron tölvupósta sem gengu út á að plata fólkið til að gefa upp lykilorð sín. Til þess skráðu þeir lén sem líktust verulega þeim lénum sem En Marche, stjórnmálaflokkur Macron, notast við, samkvæmt New York Times. Þau lén voru svo notuð til þess að senda umrædda tölvupósta. Þegar starfsmenn flokksins tengdust þeim vefsíðum litu þær nákvæmlega út eins og hinar raunverulegu síður flokksins. Pawn Storm er einnig sagður hafa gert árásir á meðlimi stofnunar sem tengist stjórnmólaflokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og evrópskar leyniþjónustur hafa tengt þennan hóp við Rússland og þá sérstaklega við leyniþjónstu rússneska hersins, GRU. Hópurinn er ennfremur sagður hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins.Andstæðingur Macron fundaði með Putin Talsmaður Vladimir Putin gaf lítið fyrir þessar ásakanir í vikunni og sagði að Rússland hefði aldrei komið að kosningum í erlendu ríki. Marine Le Pen, andstæðingur Macron, fór til Moskvu í síðasta mánuði og fundaði með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er andvíg Evrópusambandinu, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við innlimun Rússlands á Krímskaga og lýst yfir aðdáun sinni á Putin. Þá hefur stjórnmálaflokkur hennar, Front National, tekið lán hjá bönkum í eigu rússneska ríkisins. Macron hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu og er stuðningsmaður ESB. Frakkland Tengdar fréttir Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans Kosningateymi Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. 26. apríl 2017 10:48 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. 24. apríl 2017 20:15 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. 23. apríl 2017 21:54 Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. 21. apríl 2017 13:12 Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að hún muni loka landamærum Frakklands og þannig verja Frakka, verði hún kjörin forseti landsins. 17. apríl 2017 23:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi eru bálreið yfir því að forsetaframbjóðandinn franski Emmanuel Macron sniðgangi fjölmiðlanna RT, Ruptly og Sputnik sem báðir eru í eigu rússneska ríkisins. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir framferði Macron vera svívirðilegt. Blaðamenn fjölmiðlanna hafa ekki fengið aðgang að framboði Macron á síðustu dögum. Talsmaður Macron hefur staðfest að fjölmiðlunum verði ekki veittur aðgangur að framboðinu. Hann sagði þá dreifa áróðri Rússa og fölskum fréttum. Zakharova segir ráðuneytið líta á það sem „vísvitandi mismunun gegn rússneskum fjölmiðlum af forsetaframbjóðanda ríkis, sem hefur um langt skeið varið málfrelsi.“ Þetta segir hún samkvæmt Tass fréttaveitunni sem einnig er í eigu rússneska ríkisins. Framboð Macron hefur að undanförnu orðið fyrir tölvuárásum sem sérfræðingar tengja við sömu aðila og brutust inn í kerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þeir hakkarar eru sagðir vera á vegum rússneska ríkisins sem á þessa sömu fjölmiðla og Macron er að sniðganga.Reyndu að gabba starfsmenn flokksins Netöryggisfyrirtækið segir hakkarahópinn Pawn Storm, sem einnig hefur gengið undir nafninu Fancy Bear, hafa sent starfsmönnum Macron tölvupósta sem gengu út á að plata fólkið til að gefa upp lykilorð sín. Til þess skráðu þeir lén sem líktust verulega þeim lénum sem En Marche, stjórnmálaflokkur Macron, notast við, samkvæmt New York Times. Þau lén voru svo notuð til þess að senda umrædda tölvupósta. Þegar starfsmenn flokksins tengdust þeim vefsíðum litu þær nákvæmlega út eins og hinar raunverulegu síður flokksins. Pawn Storm er einnig sagður hafa gert árásir á meðlimi stofnunar sem tengist stjórnmólaflokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og evrópskar leyniþjónustur hafa tengt þennan hóp við Rússland og þá sérstaklega við leyniþjónstu rússneska hersins, GRU. Hópurinn er ennfremur sagður hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins.Andstæðingur Macron fundaði með Putin Talsmaður Vladimir Putin gaf lítið fyrir þessar ásakanir í vikunni og sagði að Rússland hefði aldrei komið að kosningum í erlendu ríki. Marine Le Pen, andstæðingur Macron, fór til Moskvu í síðasta mánuði og fundaði með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er andvíg Evrópusambandinu, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við innlimun Rússlands á Krímskaga og lýst yfir aðdáun sinni á Putin. Þá hefur stjórnmálaflokkur hennar, Front National, tekið lán hjá bönkum í eigu rússneska ríkisins. Macron hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna aðgerða þeirra í Úkraínu og er stuðningsmaður ESB.
Frakkland Tengdar fréttir Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans Kosningateymi Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. 26. apríl 2017 10:48 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. 24. apríl 2017 20:15 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. 23. apríl 2017 21:54 Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. 21. apríl 2017 13:12 Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að hún muni loka landamærum Frakklands og þannig verja Frakka, verði hún kjörin forseti landsins. 17. apríl 2017 23:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans Kosningateymi Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. 26. apríl 2017 10:48
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. 24. apríl 2017 20:15
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45
Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. 23. apríl 2017 21:54
Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. 21. apríl 2017 13:12
Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að hún muni loka landamærum Frakklands og þannig verja Frakka, verði hún kjörin forseti landsins. 17. apríl 2017 23:30