Fyrrverandi landsliðsmaður lætur ríkisstjórnina heyra það Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 12:16 Ívar Ingimarsson er ekki ánægður með ríkisstjórnina. Vísir „Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
„Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna. Ívar, sem var lengi vel landsliðsmaður í knattspyrnu, á og rekur Gistiheimilið Olgu á Egilsstöðum en í greininni, sem ber heitið „Reykjavík er ekki allt Ísland“, segir hann þessi hækkun á virðisaukaskatti eiga eftir að koma harðast niður á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónustan er enn í uppbyggingu og langt á eftir þeirri ferðaþjónustu sem er rekin í Reykjavík. Í upphafi greinarinnar rekur hann byggðaþróun á Íslandi og segir að frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar hafi verið stöðug fækkun á landsbyggðinni þar sem fólk hefur leitað eftir aukinni þjónustu, afþreyingu og aðstöðu í Reykjavík. Þegar upphaf hagræðingarinnar í sjávarútveginum átti sér stað með kvótakerfinu árið 1984 hrundu margar byggðir víð um land og hófst þar með niðurspírall landsbyggðarinnar að fullum þunga um það leyti að mati Ívars.Viðspyrna í ferðaþjónustunni Hann segir þó viðspyrnu hafa verið að finna í ferðaþjónustunni á síðustu árum og ungt fólk hafi séð ný tækifæri í henni og þeir sem höfðu harkað í þessari grein til fjölda ára sáu loksins bjartari tíma. „Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga.Ennþá rekin með tapi yfir veturinn Hann segir ferðaþjónustuna vera með þeim hætti á Austurlandi að margir hafi aðeins geta staðið í þeim rekstri þrjá til fjóra mánuði af árinu en það hafi breyst undanfarin ár. Heilsársstarfsfólki hafi fjölgað en reksturinn engu að síður erfiður og fyrirtækin á svæðinu rekin með tapi yfir vetrarmánuðina. „Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað.“Excel-skjalið mun stórskaða greinina Ívar segir ekkert samtal hafa átt sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. „Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira