Bottas: Ferrari liðið var fljótara í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2017 17:30 Valtteri Bottas, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég bætti mig mest í síðasta hluta brautarinnar og það skilaði þessu. Ég vissi að ég yrði fyrstur yfir línuna. Ég var í skýjunum með að heyra að ég náði ráspólnum. Það er frábært fyrir okkur að ná báðum bílum á fremstu rásröð. Verkefnið er þó rétt byrjað þessa helgina. Tímabilið hefur byrjað vel, okkur tókst að bæta bílinn fyrir keppnina. Við erum komnir aftur og ætlum að halda áfram á jákvæðum nótum á morgun,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Ég náði dekkjunum ekki eins vel inn og ég hefði viljað. Ég er sáttari núna en eftir aðrar tímatökur á tímabilinu, en auðvitað er markmiðið að vera fremstur og það tókst ekki,“ sagði Kimi Raikkonen eftir tímatökuna. „Ferrari liðið var fljótara í dag. Ferrari hefur verið með yfirhöndina alla helgina. Okkur tókst ekki að þróa bílinn eins vel og þeim til að henta brautinni hér,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna. „Ég er ánægður með þetta, ég er þó enn með fæturna á jörðinni eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hönd ökumannanna og allra aðdáenda okkar,“ sagði Maurizion Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Ég er á milli tveggja Red Bull bíla, þetta gekk vel í dag. Það er gaman að vera í baráttunni, við áttum góðar keppnisæfingar í gær og það verður spennandi að sjá hvort við getum ekki ógnað þeim í keppninni,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti á Williams bílum í dag. „Ái, þetta var vont. Við vorum í ágætu formi. Það var mjótt á munum en við verðum að sjá hvernig fer á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Við vissum að fimmta sætið væri það besta sem við gætum vonast eftir í tímatökunni í dag. Það er gaman að vera á fremstur í Red Bull og Massa baráttunni. Baráttan á morgun verður líklega við þá sem eru fyrir aftan mig, því miður. Það hefði verið skemmtilegra að geta keppt við þá sem eru fyrir framan. Ég, Massa og Max [Verstappen] búum allir í sömu blokkinni í Mónakó. Það er því spennandi hver okkar verður kátastur heima eftir keppnia,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti á Red Bull bílnum. Nágrannarnir eru á fimmta, sjötta og sjöunda sæti á ráslínunni. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 29. apríl 2017 12:43 Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég bætti mig mest í síðasta hluta brautarinnar og það skilaði þessu. Ég vissi að ég yrði fyrstur yfir línuna. Ég var í skýjunum með að heyra að ég náði ráspólnum. Það er frábært fyrir okkur að ná báðum bílum á fremstu rásröð. Verkefnið er þó rétt byrjað þessa helgina. Tímabilið hefur byrjað vel, okkur tókst að bæta bílinn fyrir keppnina. Við erum komnir aftur og ætlum að halda áfram á jákvæðum nótum á morgun,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Ég náði dekkjunum ekki eins vel inn og ég hefði viljað. Ég er sáttari núna en eftir aðrar tímatökur á tímabilinu, en auðvitað er markmiðið að vera fremstur og það tókst ekki,“ sagði Kimi Raikkonen eftir tímatökuna. „Ferrari liðið var fljótara í dag. Ferrari hefur verið með yfirhöndina alla helgina. Okkur tókst ekki að þróa bílinn eins vel og þeim til að henta brautinni hér,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna. „Ég er ánægður með þetta, ég er þó enn með fæturna á jörðinni eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hönd ökumannanna og allra aðdáenda okkar,“ sagði Maurizion Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Ég er á milli tveggja Red Bull bíla, þetta gekk vel í dag. Það er gaman að vera í baráttunni, við áttum góðar keppnisæfingar í gær og það verður spennandi að sjá hvort við getum ekki ógnað þeim í keppninni,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti á Williams bílum í dag. „Ái, þetta var vont. Við vorum í ágætu formi. Það var mjótt á munum en við verðum að sjá hvernig fer á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Við vissum að fimmta sætið væri það besta sem við gætum vonast eftir í tímatökunni í dag. Það er gaman að vera á fremstur í Red Bull og Massa baráttunni. Baráttan á morgun verður líklega við þá sem eru fyrir aftan mig, því miður. Það hefði verið skemmtilegra að geta keppt við þá sem eru fyrir framan. Ég, Massa og Max [Verstappen] búum allir í sömu blokkinni í Mónakó. Það er því spennandi hver okkar verður kátastur heima eftir keppnia,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti á Red Bull bílnum. Nágrannarnir eru á fimmta, sjötta og sjöunda sæti á ráslínunni.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 29. apríl 2017 12:43 Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 29. apríl 2017 12:43
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00
Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45