Sókn fyrir velferðina Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára eru lagðar línur um hvernig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. Í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður er ekki einungis efnahagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvernig við fjármögnum þennan sama ríkissjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentin eiga um 90% alls auðs á landinu. Stjórnvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafnaðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauðsynlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæði um jöfnuð og velferð. Það er þörf á að því að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf að bæta kjör öryrkja og aldraðra og byggja upp margs konar innviði, t.d. samgöngur og ferðamannastaði. Til þess að gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skattbyrðinnar verið öfug á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá tekjuhæstu hefur minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntingum sem gefnar voru fyrir kosningar. Í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæðu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um uppbyggingu Náttúruminjasafns. Ekki er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund Íslendinga um að framlög til heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitískar og snúast um hvernig samfélag við viljum byggja og hvernig sú uppbygging er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningar: Tekjustofna ríkisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjórnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun