Nokkur orð um samkeppni og íslenskan landbúnað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:00 Almennt göngum við Íslendingar út frá því að allir séu jafnir fyrir lögum og reglum samfélagsins. Og þannig á það líka að vera. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar enda íslenskt samfélag um margt sérstakt vegna smæðar sinnar og einangrunar. Ein atvinnugrein sem nýtur sérstakra ríkisstyrkja er íslenskur landbúnaður. Sama má segja um hinar ýmsu menningarstofnanir, íþróttastarf, ákveðinn hóp listamanna og svo mætti lengi telja. Við sem samfélag höfum ákveðið það að þessir þættir samfélagsins séu okkur mikilvægir og þess vegna nýtum við okkar sameiginlegu sjóði til að tryggja tilvist þeirra og undirstöður samfélaginu til góðs. Gildir þar einu hvort að um ræðir tónlistarhúsið Hörpu, Þjóðleikhúsið, Íslensku óperuna, Háskóla Íslands eða íslenskan landbúnað. Allt er þetta hluti af okkar samfélagssáttmála jafnvel þó sumir stigi aldrei fæti inn í Hörpu og aðrir drekki aldrei mjólk eða borði hvorki kjöt né hveiti.Hagræðing og fákeppni Íslenskur landbúnaður hefur þó ákveðna sérstöðu í þessum efnum þar sem ákveðnir rekstrarþættir afurðastöðva í mjólkuriðnaði njóta einnig tiltekinna undanþága frá samkeppnislögum. Þetta á vissulega við um örfáar aðrar greinar líka en sérstaðan er engu að síður talsverð í tilfelli mjólkuriðnaðarins sem í dag einkennist af fákeppni. Að því sögðu er ljóst að núverandi fyrirkomulag á mjólkurmarkaði hefur skilað sér í auknu hagræði fyrir bæði bændur og neytendur á undanförnum áratugum vegna sparnaðar sem rekja má til hagræðingar í rekstri, flutningi og aðföngum. Hvort sama árangri hefði verið hægt að ná með öðrum hætti er ómögulegt að segja en eftir stendur að mjólkuriðnaðurinn á Íslandi er öflug atvinnugrein og tækifærin eru mörg ef rétt er á málum haldið. Þó svo að við Íslendingar séum í grunninn sammála um hvernig samfélagi við viljum búa í þá verða ráðstafanir hins opinbera á almannafé og undanþágur frá lögum alltaf umdeildar og skemmst er að minnast búvörusamninganna sem eins og kunnugt er voru naumlega samþykktir á Alþingi með 19 atkvæðum gegn sjö. Þessari stöðu þarf að snúa við enda óásættanlegt að ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sitji ítrekað undir neikvæðri umræðu.Ýmist of eða van Í samræmi við stjórnarsáttmálann hef ég farið yfir þá þætti sem snerta frávik mjólkuriðnaðarins frá tilteknum ákvæðum samkeppnislaga og lagt fram drög að frumvarpi þess efnis. Drögunum er meðal annars ætlað að koma til móts við athugasemdir Samkeppniseftirlitsins og annarra aðila sem telja samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins vera óeðlilega í ljósi gildandi undanþága. Í samræmi við lýðræðisleg og gegnsæ vinnubrögð var frumvarpið lagt fram á vef ráðuneytisins til að gefa hagsmunaðilum og öðrum tækifæri til að tjá sig strax á fyrstu stigum málsins. Viðbrögðin við frumvarpsdrögunum hafa verið misjöfn, en sumir telja frumvarpið ekki ganga nógu langt á meðan aðrir, einkum þeir sem koma að mjólkuriðnaðinum, hafa lýst yfir áhyggjum og sumir farið mikinn á miðlunum. Þessum sjónarmiðum hefur nú verið komið milliliðalaust til ráðuneytisins. Það er hvorki óeðlilegt að þau hagsmunaöfl sem búið hafa við sérreglur um nokkurn tíma vilji viðhalda þeim, né er það skrýtið að stjórnmálamenn og flokkar sem alla tíð hafa barist gegn samkeppni á sviði landbúnaðar tjái sig með afgerandi hætti. Hitt væri sérstakt ef nýir og gamlir flokkar sem kallað hafa eftir aukinni samkeppni og frelsi fylgdu ekki þeim hugsjónum sínum eftir. Reyndar tel ég málum þannig háttað að þeir sem vilja áfram sérreglur og undanþágur frá lögum sem gilda um almannahagsmuni þurfi að útskýra mál sitt en ekki hinir sem vilja að almennar leikreglur samfélagsins gildi. Ég mun fara vel yfir þær athugasemdir sem hafa borist um frumvarpið og leggja það síðan fyrir þing og ríkisstjórn á komandi haustmánuðum. Mikilvægt er að söfnun mjólkur sé tryggð yfir allt landið og þar með byggðafesta, sem og að tryggður verði jafn aðgangur að kaupum á hrámjólk og auka þar með möguleika á frekari nýliðun við vinnslu á mjólkurvörum.Aukin innsýn eykur traust Í hreinskiptnum samtölum mínum við bændur síðastliðnar vikur hef ég ítrekað þá afstöðu mína að ekki stendur til að kollvarpa íslenskum landbúnaði á þessu kjörtímabili heldur þvert á móti styðja enn frekar við áframhaldandi sókn greinarinnar. Á því hefur engin breyting orðið þó svo að mörgum kunni að finnast endurskipun samráðshóps um búvörusamningana og umrædd frumvarpsdrög til marks um annað. Ég er hins vegar sannfærð um að hvort tveggja muni leiða til aukinnar umræðu um íslenskan landbúnað og í kjölfarið aukinnar sáttar eftir því sem fleiri öðlast skilning á stöðu bænda. Við verðum að veita ólíkum hópum innsýn inn í málefni landbúnaðarins til að auka skilning og byggja upp traust. Að sama skapi verða mjólkurframleiðendur að skilja að á meðan þeir njóta ríkisstyrkja og undanþága frá lögum umfram aðra þá verða þeir að þola umræðu um hvort núverandi kerfi sé réttlátt og sanngjarnt gagnvart öðrum hópum samfélagsins. Annars skapast seint sátt um íslenskan landbúnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Almennt göngum við Íslendingar út frá því að allir séu jafnir fyrir lögum og reglum samfélagsins. Og þannig á það líka að vera. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar enda íslenskt samfélag um margt sérstakt vegna smæðar sinnar og einangrunar. Ein atvinnugrein sem nýtur sérstakra ríkisstyrkja er íslenskur landbúnaður. Sama má segja um hinar ýmsu menningarstofnanir, íþróttastarf, ákveðinn hóp listamanna og svo mætti lengi telja. Við sem samfélag höfum ákveðið það að þessir þættir samfélagsins séu okkur mikilvægir og þess vegna nýtum við okkar sameiginlegu sjóði til að tryggja tilvist þeirra og undirstöður samfélaginu til góðs. Gildir þar einu hvort að um ræðir tónlistarhúsið Hörpu, Þjóðleikhúsið, Íslensku óperuna, Háskóla Íslands eða íslenskan landbúnað. Allt er þetta hluti af okkar samfélagssáttmála jafnvel þó sumir stigi aldrei fæti inn í Hörpu og aðrir drekki aldrei mjólk eða borði hvorki kjöt né hveiti.Hagræðing og fákeppni Íslenskur landbúnaður hefur þó ákveðna sérstöðu í þessum efnum þar sem ákveðnir rekstrarþættir afurðastöðva í mjólkuriðnaði njóta einnig tiltekinna undanþága frá samkeppnislögum. Þetta á vissulega við um örfáar aðrar greinar líka en sérstaðan er engu að síður talsverð í tilfelli mjólkuriðnaðarins sem í dag einkennist af fákeppni. Að því sögðu er ljóst að núverandi fyrirkomulag á mjólkurmarkaði hefur skilað sér í auknu hagræði fyrir bæði bændur og neytendur á undanförnum áratugum vegna sparnaðar sem rekja má til hagræðingar í rekstri, flutningi og aðföngum. Hvort sama árangri hefði verið hægt að ná með öðrum hætti er ómögulegt að segja en eftir stendur að mjólkuriðnaðurinn á Íslandi er öflug atvinnugrein og tækifærin eru mörg ef rétt er á málum haldið. Þó svo að við Íslendingar séum í grunninn sammála um hvernig samfélagi við viljum búa í þá verða ráðstafanir hins opinbera á almannafé og undanþágur frá lögum alltaf umdeildar og skemmst er að minnast búvörusamninganna sem eins og kunnugt er voru naumlega samþykktir á Alþingi með 19 atkvæðum gegn sjö. Þessari stöðu þarf að snúa við enda óásættanlegt að ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sitji ítrekað undir neikvæðri umræðu.Ýmist of eða van Í samræmi við stjórnarsáttmálann hef ég farið yfir þá þætti sem snerta frávik mjólkuriðnaðarins frá tilteknum ákvæðum samkeppnislaga og lagt fram drög að frumvarpi þess efnis. Drögunum er meðal annars ætlað að koma til móts við athugasemdir Samkeppniseftirlitsins og annarra aðila sem telja samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins vera óeðlilega í ljósi gildandi undanþága. Í samræmi við lýðræðisleg og gegnsæ vinnubrögð var frumvarpið lagt fram á vef ráðuneytisins til að gefa hagsmunaðilum og öðrum tækifæri til að tjá sig strax á fyrstu stigum málsins. Viðbrögðin við frumvarpsdrögunum hafa verið misjöfn, en sumir telja frumvarpið ekki ganga nógu langt á meðan aðrir, einkum þeir sem koma að mjólkuriðnaðinum, hafa lýst yfir áhyggjum og sumir farið mikinn á miðlunum. Þessum sjónarmiðum hefur nú verið komið milliliðalaust til ráðuneytisins. Það er hvorki óeðlilegt að þau hagsmunaöfl sem búið hafa við sérreglur um nokkurn tíma vilji viðhalda þeim, né er það skrýtið að stjórnmálamenn og flokkar sem alla tíð hafa barist gegn samkeppni á sviði landbúnaðar tjái sig með afgerandi hætti. Hitt væri sérstakt ef nýir og gamlir flokkar sem kallað hafa eftir aukinni samkeppni og frelsi fylgdu ekki þeim hugsjónum sínum eftir. Reyndar tel ég málum þannig háttað að þeir sem vilja áfram sérreglur og undanþágur frá lögum sem gilda um almannahagsmuni þurfi að útskýra mál sitt en ekki hinir sem vilja að almennar leikreglur samfélagsins gildi. Ég mun fara vel yfir þær athugasemdir sem hafa borist um frumvarpið og leggja það síðan fyrir þing og ríkisstjórn á komandi haustmánuðum. Mikilvægt er að söfnun mjólkur sé tryggð yfir allt landið og þar með byggðafesta, sem og að tryggður verði jafn aðgangur að kaupum á hrámjólk og auka þar með möguleika á frekari nýliðun við vinnslu á mjólkurvörum.Aukin innsýn eykur traust Í hreinskiptnum samtölum mínum við bændur síðastliðnar vikur hef ég ítrekað þá afstöðu mína að ekki stendur til að kollvarpa íslenskum landbúnaði á þessu kjörtímabili heldur þvert á móti styðja enn frekar við áframhaldandi sókn greinarinnar. Á því hefur engin breyting orðið þó svo að mörgum kunni að finnast endurskipun samráðshóps um búvörusamningana og umrædd frumvarpsdrög til marks um annað. Ég er hins vegar sannfærð um að hvort tveggja muni leiða til aukinnar umræðu um íslenskan landbúnað og í kjölfarið aukinnar sáttar eftir því sem fleiri öðlast skilning á stöðu bænda. Við verðum að veita ólíkum hópum innsýn inn í málefni landbúnaðarins til að auka skilning og byggja upp traust. Að sama skapi verða mjólkurframleiðendur að skilja að á meðan þeir njóta ríkisstyrkja og undanþága frá lögum umfram aðra þá verða þeir að þola umræðu um hvort núverandi kerfi sé réttlátt og sanngjarnt gagnvart öðrum hópum samfélagsins. Annars skapast seint sátt um íslenskan landbúnað.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun