Það er hægt Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2017 08:46 Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun