Það er hægt Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2017 08:46 Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun