KR-ingar búnir að tapa sex leikjum í röð í úrslitakeppni í Reykjanesbæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 16:30 Friðrik Ingi Rúnarsson þekkir það vel að vinna KR-inga í úrslitakeppni í Reykjanesbæ. Vísir/Ernir 30. mars 2011. Mörgum finnst langt liðið síðan enda erum við að tala um sex ár og tólf dagar eða í það heila 2204 daga. Þetta er samt dagurinn þegar KR-ingar fögnuðu síðast sigri í úrslitakeppni í Reykjanesbæ. KR-ingar geta bætt úr því í kvöld og tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu fjórða árið í röð. Keflavík tekur á móti KR í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna en staðan er 2-1 fyrir KR. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR-liðið hefur spilað sex leiki í úrslitakeppni í Keflavík eða Njarðvík frá þessum vordegi fyrir rúmum sex árum og í öll skiptin hafa KR-ingar orðið að sætta sig við tap. Nú síðasta tapaði KR með sjö stigum í Keflavík í þessu sama undanúrslitaeinvígi þegar Keflvíkingar jöfnuðu metin í 1-1 með 81-74 sigri. Síðustu tvö tímabil á undan höfðu KR-ingar tapað alls fjórum leikjum í Ljónagryfjunni eða öllum útileikjum liðsins í undanúrslitaseríum sínum á móti Njarðvík 2015 og 2016. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkurliðið bæði þessi tímabil en hann þjálfar einmitt Keflavíkurliðið núna. Sjötti leikurinn er síðan fjórði leikur KR og Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna 2011. Keflavík vann þá eins stigs sigur í framlengingu og tryggði sér oddaleik. KR vann síðast í Reykjanesbæ í úrslitakeppni í öðrum leik undanúrslitaeinvígis síns á móti KR 2011 en KR-ingar unnu þá 18 stiga sigur, 105-87, og komust í 2-0 í einvíginu. Keflvíkingum tókst að vinna tvo næstu leiki og koma einvíginu í oddaleik. KR-ingar eru vanir því að klára seríur á útivelli í fjórða leik undir stjórn Finns Freys Stefánssonar nema að leikurinn sé í Reykjanesbæ. Síðan Finnur Freyr tók við KR-liðinu hafa Vesturbæingar spilað sex sinnum leik fjögur í seríu. Þeir hafa unnið hann og þar með einvígið í öll fjögur skiptin sem spilað var utan Reykjanesbæjar en tapað í bæði skiptin þegar leikurinn fór fram í Reykjanesbæ (Njarðvík).Síðustu sjö leikir KR í úrslitakeppni í Reykjanesbæ: Undanúrslit 2017 7 stiga tap í Keflavík (74-81) Undanúrslit 2016 6 stiga tap í Njarðvík (68-74) 2 stiga tap í Njarðvík (86-88) Undanúrslit 2015 16 stiga tap í Njarðvík (81-97) 1 stigs tap í Njarðvík (84-85) Undanúrslit 2011 1 stigs tap í Keflavík (103-104) 18 stiga sigur í Keflavík (105-87) Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
30. mars 2011. Mörgum finnst langt liðið síðan enda erum við að tala um sex ár og tólf dagar eða í það heila 2204 daga. Þetta er samt dagurinn þegar KR-ingar fögnuðu síðast sigri í úrslitakeppni í Reykjanesbæ. KR-ingar geta bætt úr því í kvöld og tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu fjórða árið í röð. Keflavík tekur á móti KR í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna en staðan er 2-1 fyrir KR. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR-liðið hefur spilað sex leiki í úrslitakeppni í Keflavík eða Njarðvík frá þessum vordegi fyrir rúmum sex árum og í öll skiptin hafa KR-ingar orðið að sætta sig við tap. Nú síðasta tapaði KR með sjö stigum í Keflavík í þessu sama undanúrslitaeinvígi þegar Keflvíkingar jöfnuðu metin í 1-1 með 81-74 sigri. Síðustu tvö tímabil á undan höfðu KR-ingar tapað alls fjórum leikjum í Ljónagryfjunni eða öllum útileikjum liðsins í undanúrslitaseríum sínum á móti Njarðvík 2015 og 2016. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkurliðið bæði þessi tímabil en hann þjálfar einmitt Keflavíkurliðið núna. Sjötti leikurinn er síðan fjórði leikur KR og Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna 2011. Keflavík vann þá eins stigs sigur í framlengingu og tryggði sér oddaleik. KR vann síðast í Reykjanesbæ í úrslitakeppni í öðrum leik undanúrslitaeinvígis síns á móti KR 2011 en KR-ingar unnu þá 18 stiga sigur, 105-87, og komust í 2-0 í einvíginu. Keflvíkingum tókst að vinna tvo næstu leiki og koma einvíginu í oddaleik. KR-ingar eru vanir því að klára seríur á útivelli í fjórða leik undir stjórn Finns Freys Stefánssonar nema að leikurinn sé í Reykjanesbæ. Síðan Finnur Freyr tók við KR-liðinu hafa Vesturbæingar spilað sex sinnum leik fjögur í seríu. Þeir hafa unnið hann og þar með einvígið í öll fjögur skiptin sem spilað var utan Reykjanesbæjar en tapað í bæði skiptin þegar leikurinn fór fram í Reykjanesbæ (Njarðvík).Síðustu sjö leikir KR í úrslitakeppni í Reykjanesbæ: Undanúrslit 2017 7 stiga tap í Keflavík (74-81) Undanúrslit 2016 6 stiga tap í Njarðvík (68-74) 2 stiga tap í Njarðvík (86-88) Undanúrslit 2015 16 stiga tap í Njarðvík (81-97) 1 stigs tap í Njarðvík (84-85) Undanúrslit 2011 1 stigs tap í Keflavík (103-104) 18 stiga sigur í Keflavík (105-87)
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira