Skotsilfur Markaðarins: Rak og réð Sigrúnu Rögnu Ritstjórn Markaðarins skrifar 13. apríl 2017 15:00 Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku. Skotsilfur Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku.
Skotsilfur Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira