Blindur vann bæði stórmótin í skák Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 14:29 Paulus Napatog tekur við verðlaunum frá Joey Chan úr Hróknum. mynd/hrókurinnn Paulus Napatog, blindur grænlenskur piltur, hefur farið á kostum á skákhátíð Hróksins og Kalak í liðinni viku en hann vann bæði stórmót hátíðarinnar. Hátíðin, sem er haldin í Ittoqqortoormiit í Grænlandi, hófst á miðvikudag og lýkur á morgun með Degi vináttu Íslands og Grænlands. Paulus varð í gær efstur fjörutíu keppenda á Norlandair-meistaramóti bæjarins. Hann sigraði í öllum skákum sínum og tryggði sér meistaratitilinn 2017. Degi áður, eða á föstudaginn, vann Paulus Bónus-mótið svonefnda eftir æsispennandi útslitaskák.Börnin skemmtu sér konunglega á mótinu.mynd/hrókurinnHann var 15 ára þegar hann lærði að tefla í fyrstu heimsókn Hróksliða til Ittoqqortoormiit ári 2007 og náði á örskömmum tíma undraverðum árangri. Paulus hefur tvisvar komið til Íslands að tefla, m.a. á Skákhátíð í Árneshreppi. Ittoqqortoormiit er afskekktasta þorp Grænlands. Það er við Scoresby-sund á 70.breiddargráðu, tæplega þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, og eru íbúar á fimmta hundrað. Þetta er ellefta árið í röð sem Hróksliðar standa fyrir hátíð í bænum, en þeir fullyrða að hvert mannsbarn í bænum kunni nú að tefla. Hátíðin hófst á miðvikudag með heimsóknum Hróksliða í leikskólann og elliheimilið í bænum með gjafir frá prjónahópum Gerðubergs og Rauða krossins í Reykjavík. Leiðangursmenn Hróksins eru Róbert Lagerman, Máni Hrafnsson og Joey Chan. Páskahátíðin í Ittoqqortoormiit er 2. verkefni Hróksins á Grænlandi 2017. Í febrúar hélt Hrókurinn Polar Pelagic-hátíðina í Kulusuk og Tasiilaq, nú í maí verður skákhátíð í Nuuk og fleiri hátíðir eru á teikniborðinu.Börnin í leikskólanum fengu prjónaflíkur og páskaegg í heimsókn Hróksliða.mynd/hrókurinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Paulus Napatog, blindur grænlenskur piltur, hefur farið á kostum á skákhátíð Hróksins og Kalak í liðinni viku en hann vann bæði stórmót hátíðarinnar. Hátíðin, sem er haldin í Ittoqqortoormiit í Grænlandi, hófst á miðvikudag og lýkur á morgun með Degi vináttu Íslands og Grænlands. Paulus varð í gær efstur fjörutíu keppenda á Norlandair-meistaramóti bæjarins. Hann sigraði í öllum skákum sínum og tryggði sér meistaratitilinn 2017. Degi áður, eða á föstudaginn, vann Paulus Bónus-mótið svonefnda eftir æsispennandi útslitaskák.Börnin skemmtu sér konunglega á mótinu.mynd/hrókurinnHann var 15 ára þegar hann lærði að tefla í fyrstu heimsókn Hróksliða til Ittoqqortoormiit ári 2007 og náði á örskömmum tíma undraverðum árangri. Paulus hefur tvisvar komið til Íslands að tefla, m.a. á Skákhátíð í Árneshreppi. Ittoqqortoormiit er afskekktasta þorp Grænlands. Það er við Scoresby-sund á 70.breiddargráðu, tæplega þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, og eru íbúar á fimmta hundrað. Þetta er ellefta árið í röð sem Hróksliðar standa fyrir hátíð í bænum, en þeir fullyrða að hvert mannsbarn í bænum kunni nú að tefla. Hátíðin hófst á miðvikudag með heimsóknum Hróksliða í leikskólann og elliheimilið í bænum með gjafir frá prjónahópum Gerðubergs og Rauða krossins í Reykjavík. Leiðangursmenn Hróksins eru Róbert Lagerman, Máni Hrafnsson og Joey Chan. Páskahátíðin í Ittoqqortoormiit er 2. verkefni Hróksins á Grænlandi 2017. Í febrúar hélt Hrókurinn Polar Pelagic-hátíðina í Kulusuk og Tasiilaq, nú í maí verður skákhátíð í Nuuk og fleiri hátíðir eru á teikniborðinu.Börnin í leikskólanum fengu prjónaflíkur og páskaegg í heimsókn Hróksliða.mynd/hrókurinn
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira