Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2017 22:46 BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Vísir/Getty Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref. BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim. Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus. „Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn. Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref. BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim. Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus. „Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn. Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30