Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux. Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux.
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15