Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux. Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux.
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15