„Við drögum liðið ekki úr keppni,“ sagði Óli Jóh um Val sem dró svo liðið úr keppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 13:00 Ólafur fer með strákana sína til Bandaríkjanna á mánudaginn. vísir/eyþór Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Valsmenn verða ekki með í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta þrátt fyrir að vinna alla fimm leiki sína í riðli 3 og komast örugglega í útsláttarkeppnina. Valur átti að mæta KR í Reykjavíkurslag í átta liða úrslitunum sunnudaginn 9. apríl en degi síðar fer Valsliðið í æfingaferð til Bandaríkjanna. Valur gæti því aldrei spilað undanúrslitaleik 13. apríl ef liðið kæmist áfram. Það hefur því dregið liðið úr keppni. Hlíðarendapiltar völtuðu yfir sinn riðil og unnu alla fimm leikina með markatölunni 17-7. Þeir luku riðlakeppninni með glæsilegum 3-1 sigri á ÍA sem hafnaði í öðru sæti og tapaði bara fyrir Val. Inkasso-deildarlið Þórs, sem hafnaði í þriðja sæti með sjö stig, tekur sæti Vals í átta liða úrslitunum og mætir KR í vesturbænum á sunnudaginn klukkan 16.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.Ákvörðun Valsmanna að draga liðið úr keppni er nokkuð áhugaverð í ljósi viðtals sem tekið var við þjálfarann Ólaf Jóhannesson á Fótbolti.net eftir 2-1 sigurleik Vals á Víkingi Ólafsvík 19. mars. Þar var Ólafur spurður hvað Valsmenn ætluðu að gera ef þeir kæmust áfram sem var ansi líklegt á þeim tíma. „Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því,“ sagði Ólafur og bætti ákveðinn við að Valur myndi ekki draga liðið úr keppni.„Við drögum liðið ekki úr keppni, það kemur ekki til greina.“ Ólafur náði að verjast spurningum Magnús Más Einarssonar, ritstjóra Fótbolti.net, fimlega en endaði svo á því að segja að unnið yrði í því saman að finna leikdag. Átti Ólafur þar væntanlega við væntanlega mótherja og Knattspyrnusambandið en nú er ljóst að besta lið undirbúningstímabilsins, Reykjavíkurmeistarar Vals sem er eina liðið sem vann alla leikina í riðlakeppni Lengjubikarsins, verður ekki með í átta liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær. 31. mars 2017 13:00