María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 15:00 María Þórisdóttir er komin aftur í landsliðið og ætlar til Hollands. vísir/getty María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira