Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 16:54 Berglind kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði annað mark íslenska liðsins á 78. mínútu. vísir/anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þeirrar síðarnefndu. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir kom sér í dauðafæri strax á 7. mínútu en markvörður Slóvakíu varði. Á 19. mínútu léku herbergisfélagarnir Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir vel saman á vinstri kantinum, sú fyrrnefnda sendi boltann inn á vítateiginn þar sem Elín Metta kom á ferðinni og skoraði. Þetta var fimmta mark Valskonunnar fyrir íslenska landsliðið. Staðan í hálfleik var 0-1. Freyr Alexandersson breytti um leikkerfi í hálfleik, fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1, og skipti Berglindi Björgu og Elísu Viðarsdóttur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Íslenska liðið skapaði ekki mikið framan af seinni hálfleik en á 70. mínútu komst Fanndís í gott færi en skaut framhjá. Átta mínútum síðar komst varamaðurinn Agla María Albertsdóttir, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í dag, inn fyrir vörn Slóvakíu en markvörðurinn varði í horn. Katrín Ásbjörnsdóttir tók hornspyrnuna og sendi á kollinn á Berglindi Björgu sem skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og væntanlega þungu fargi af henni létt. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Íslands staðreynd. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum 11. apríl næstkomandi.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Mark: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (46. Elísa Viðarsdóttir), Sif Atladóttir og Glódís Perla ViggósdóttirMiðja: Rakel Hönnudóttir (46. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (87. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Sókn: Elín Metta Jensen (70. Guðmunda Brynja Óladóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (70. Katrín Ásbjörnsdóttir) og Fanndís Friðriksdóttir (70. Agla María Albertsdóttir). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þeirrar síðarnefndu. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir kom sér í dauðafæri strax á 7. mínútu en markvörður Slóvakíu varði. Á 19. mínútu léku herbergisfélagarnir Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir vel saman á vinstri kantinum, sú fyrrnefnda sendi boltann inn á vítateiginn þar sem Elín Metta kom á ferðinni og skoraði. Þetta var fimmta mark Valskonunnar fyrir íslenska landsliðið. Staðan í hálfleik var 0-1. Freyr Alexandersson breytti um leikkerfi í hálfleik, fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1, og skipti Berglindi Björgu og Elísu Viðarsdóttur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Íslenska liðið skapaði ekki mikið framan af seinni hálfleik en á 70. mínútu komst Fanndís í gott færi en skaut framhjá. Átta mínútum síðar komst varamaðurinn Agla María Albertsdóttir, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í dag, inn fyrir vörn Slóvakíu en markvörðurinn varði í horn. Katrín Ásbjörnsdóttir tók hornspyrnuna og sendi á kollinn á Berglindi Björgu sem skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og væntanlega þungu fargi af henni létt. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Íslands staðreynd. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum 11. apríl næstkomandi.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Mark: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (46. Elísa Viðarsdóttir), Sif Atladóttir og Glódís Perla ViggósdóttirMiðja: Rakel Hönnudóttir (46. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (87. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Sókn: Elín Metta Jensen (70. Guðmunda Brynja Óladóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (70. Katrín Ásbjörnsdóttir) og Fanndís Friðriksdóttir (70. Agla María Albertsdóttir).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira