Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2017 14:30 Ferðamennirnir virtust hafa gist á bílastæðinu í nótt. Aðsent Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira