Lenti í fjórða sæti en fékk HM-bronsið sitt áratug seinna: „Pirrandi hvað það svindla margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 13:30 Jo Pavey varð fjórða í Osaka en samt þriðja. vísir/getty Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Breski langhlauparinn Jo Pavey segir það súrsæta tilfinningu að fá bronsið sitt fyrir 10.000 metra hlaup kvenna á HM 2007 í Osaka í Japan nú áratug seinna. Tyrkinn Elvan Abeylegesse var fundin sek um lyfjamisnotkun á dögunum þegar fryst sýni hennar frá mótinu var endurskoðað en hún hafnaði í öðru sæti. Pavey, sem rétt missti af bronsinu á lokasprettinum í hlaupinu, færist því upp í þriðja sætið og fær bronsið frá hinni bandarísku Köru Goucher. Hún fær silfur þeirrar tyrknesku. „Þetta er pirrandi. Ég er auðvitað mjög ánægð með fréttirnar en þetta er frekar súrsætt þegar ég hugsa til hlaupsins,“ segir Pavey í viðtali við BBC. „Ég hljóp eins hratt og ég mögulega gat og var í frábæru formi. Það var heitt og mikill raki. Ég var í stöðu til að vinna til verðlauna alveg þar til undir lokin en rétt missti af þeim.“ „Í staðinn fyrir að eiga stund þar sem ég hefði verið yfir mig ánægð með að vinna mín fyrstu verðlaun lá ég alveg búin á brautinni og fannst ég hafa brugðist öllum,“ segir Pavey. Þessi síðbúnu verðlaun eru þau einu sem Pavey vann til á heimsmeistaramóti en hún varð Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi í Zürich árið 2014 og vann silfur í Helsinki á sama móti tveimur árum áður. Pavey er auðvitað reið út í Abeylegesse fyrir að svindla á henni og öllum í hlaupinu en sú breska spyr sig hvort hún hafi misst af fleiri verðlaunum vegna lyfjamisnotkunnar annarra hlaupara. „Ég átti nokkur ár þar sem ég var upp á mitt besta en ég missti alltaf af verðlaunum. Ég var næstum byrjuð alveg upp á nýtt á einum tímapunkti til að reyna að finna út hvernig ég gæti hlaupið aðeins hraðar og náð þessum verðlaunum,“ segir Pavey. „Nú horfi ég til baka og spyr mig hvort ég hafi misst af fleiri verðlaunum því það voru svo margir að svindla á þessum tíma og það er svo pirrandi,“ segir Jo Pavey.Pavey liggur alveg búin eftir úrslitahlaupið.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira