Ætla þeir virkilega að fara að leyfa fólki að mæta með byssur á leiki? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 15:45 Vísir/Samsett/Getty Arkansas-fylki í Bandaríkjunum ætlar að ganga lengra með nýrri byssulöggjöf en þekkist á flestum stöðum í vestrænum heimi. Þeir eru hinsvegar að fara í þveröfuga átt en flestir eiga von á 21. öldinni. Árið er 2017 en stjórnmálamenn í Arkansas eru ekki að takmarka rétt fólks á að bera skotvopn heldur þvert á móti. Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas, skrifaði undir nýju skotvopnalögin 22. mars síðastliðinn en þau gefa fólki leyfi að bera skotvopn innan klæða á landi í eigu almennings. Sporting News segir frá. Þar með taldir eru íþróttaleikvangar eins og sá hjá fótboltaliðið Arkansas-háskólans. Fólkið þarf þó að sækja um sérstakt leyfi sem krefst þess að viðkomandi byssueignandi gangi í gegnum átta tíma námskeið í umsjón fylkislögreglunnar. Þingið í Arkansas lagði reyndar fram breytingartillögu um að íþróttaleikvangar yrði undanskildir frá umræddum stöðum þar sem byssueignendur geti borið skotvopn innan klæða. Ríkisstjórnin í Arkansas hefur ekki ennþá samþykkt þá breytingu. Greg Sankey, yfirmaður SEC deildarinnar, hefur miklar áhyggjur af nýju skotvopnalögunum og hann sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á yfirvöld í Arkansas að sjá þess að byssulöggjöfin nái ekki yfir íþróttaleikvanga. Það er ljóst að öryggi margra væri ógnað ef fjöldi fólks kæmi með byssur inn á íþróttakappleiki í Arkansas. Arkansas háskólinn er í Fayetteville og Donald W. Reynolds Razorback Stadium tekur 72 þúsund manns. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að slíkt leyfi til að bera byssur á íþróttakappleikjun gangi hreinlega upp og því er ekkert skrýtið þótt margir bandarískir fjölmiðlamenn veki athygli á stöðu mála á þingi Arkansas-fylkis. Aðrar íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Arkansas-fylki í Bandaríkjunum ætlar að ganga lengra með nýrri byssulöggjöf en þekkist á flestum stöðum í vestrænum heimi. Þeir eru hinsvegar að fara í þveröfuga átt en flestir eiga von á 21. öldinni. Árið er 2017 en stjórnmálamenn í Arkansas eru ekki að takmarka rétt fólks á að bera skotvopn heldur þvert á móti. Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas, skrifaði undir nýju skotvopnalögin 22. mars síðastliðinn en þau gefa fólki leyfi að bera skotvopn innan klæða á landi í eigu almennings. Sporting News segir frá. Þar með taldir eru íþróttaleikvangar eins og sá hjá fótboltaliðið Arkansas-háskólans. Fólkið þarf þó að sækja um sérstakt leyfi sem krefst þess að viðkomandi byssueignandi gangi í gegnum átta tíma námskeið í umsjón fylkislögreglunnar. Þingið í Arkansas lagði reyndar fram breytingartillögu um að íþróttaleikvangar yrði undanskildir frá umræddum stöðum þar sem byssueignendur geti borið skotvopn innan klæða. Ríkisstjórnin í Arkansas hefur ekki ennþá samþykkt þá breytingu. Greg Sankey, yfirmaður SEC deildarinnar, hefur miklar áhyggjur af nýju skotvopnalögunum og hann sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á yfirvöld í Arkansas að sjá þess að byssulöggjöfin nái ekki yfir íþróttaleikvanga. Það er ljóst að öryggi margra væri ógnað ef fjöldi fólks kæmi með byssur inn á íþróttakappleiki í Arkansas. Arkansas háskólinn er í Fayetteville og Donald W. Reynolds Razorback Stadium tekur 72 þúsund manns. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að slíkt leyfi til að bera byssur á íþróttakappleikjun gangi hreinlega upp og því er ekkert skrýtið þótt margir bandarískir fjölmiðlamenn veki athygli á stöðu mála á þingi Arkansas-fylkis.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira