Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 70-86 | Snæfell einum leik frá úrslitaeinvíginu Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 1. apríl 2017 18:00 Berglind Gunnarsdóttir átti ágætan leik í dag. Vísir/Eyþór Snæfell vann góðan sigur á Stjörnunni, 86-70, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna en liðið leiðir því einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik komist í úrslitaeinvígið. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ og því fer næstu leikur fram í Stykkishólmi. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hleyptu Stjörnunni aldrei í takt við leikinn. Aaryn Ellenberg var frábær að vanda hjá Snæfellingum og gerði hún x stig. Dani Radriguez var með x stig fyrir Stjörnuna.Af hverju vann Snæfell?Gæðamunurinn á liðunum er of mikill og Stjarnan átti bara ekki möguleika í þessum leik í dag. Gestirnir spiluðu betri varnarleik og betri sóknarleik. Snæfell var einfaldlega betra liðið á öllum sviðum.Bestu menn vallarins?Aaryn Ellenberg og Bryndís Guðmundsdóttir voru flottar í liði Snæfells. Aaryn frábær í sókninni og Bryndís átti einnig góðan leik þar. Bryndís stjórnaði aftur á móti vörn Snæfells eins og herforingi og Ellenberg stýrði sóknarleik gestanna á sama hátt.Hvað gekk illa?Stjarnan spilaði ekki nægilega góðan varnarleik annan leikinn í röð og voru Snæfellingar að hirða fráköst af leikmönnum Stjörnunnar á of auðveldan hátt. Sóknarleikurinn gekk ekki smurt fyrir sig og var hver einasta karfi gríðarlega erfið, þær þurftu að hafa meira fyrir hverri körfu en Snæfellingar.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Shanna Dacanay 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0. Snæfell: Aaryn Ellenberg 31/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 21/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0. Ingi: Klárum þetta í næsta leik„Ég er ánægður að vera kominn í 2-0 en það var reyndar margt í þessum leik sem ég var ekki ánægður með,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Það sem ég var ánægður með var að það stigu aðrir leikmenn upp og Bryndís [Guðmundsdóttir] átti sinn besta leik. Ég var óánægður með að við vorum að ná forystu og henda henni síðan strax frá okkur til baka. Við komumst tuttugu stigum yfir og svo allt í einu munaði bara tíu stigum.“ Ingi segir að Stjarnan sé þannig lið að leikmennirnir gefast aldrei upp. „Þær fengu allt og mörg tækifæri til að komast sér inn í leikinn og mér fannst það algjör óþarfi. Þetta var samt mjög jákvæður sigur og sigur liðsheildarinnar. Við ætlum okkur langt í þessari keppni og þurfum því að skoða allt í okkar leik. Við fáum núna tækifæri til að klára þetta í Hólminum á miðvikudaginn og ætlum okkur að gera það.“ Pétur: Töpuðum fáránlega mörgum boltum„Við erum bara ekki nægilega grimmar í leiknum og þær ýta okkur bara út úr stöðum,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í næstu sókn ætlum við síðan að hefna okkar og verðum í stað klaufalegar og of æstar og fáum þá á okkur klaufalegar villur. Snæfellsliðið er gott, með góða leikmenn og mjög reynslumikla, og þær gerðu bara vel í dag.“ Hann segir að Snæfell hafi náð að lokka Stjörnuna í þeirra leik. „Ég veit ekki hvort mínir leikmenn hafi kannski verið eitthvað yfirspenntir. Margar eru að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni og núna er mikil umfjöllun og það gæti farið inn í hausinn á leikmönnum.“ Pétur segir að tapaði boltar hafi farið með þennan leik. „Við erum að tapa 26 boltum sem er alveg gjörsamlega fáránlegt. Við erum að frákasta vel og fín barátta í liðinu en að tapa svona mörgum boltum þá á maður ekki séns.“ Hann segir að Stjarnan ætli sér að selja sig dýrt í næsta leik. „Við vitum að verkefnið er erfitt en við ætlum bara að fara í Hólminn og sækja sigur, það kemur ekkert annað til greina.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Snæfell vann góðan sigur á Stjörnunni, 86-70, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna en liðið leiðir því einvígið 2-0 og getur með sigri í næsta leik komist í úrslitaeinvígið. Leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ og því fer næstu leikur fram í Stykkishólmi. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og hleyptu Stjörnunni aldrei í takt við leikinn. Aaryn Ellenberg var frábær að vanda hjá Snæfellingum og gerði hún x stig. Dani Radriguez var með x stig fyrir Stjörnuna.Af hverju vann Snæfell?Gæðamunurinn á liðunum er of mikill og Stjarnan átti bara ekki möguleika í þessum leik í dag. Gestirnir spiluðu betri varnarleik og betri sóknarleik. Snæfell var einfaldlega betra liðið á öllum sviðum.Bestu menn vallarins?Aaryn Ellenberg og Bryndís Guðmundsdóttir voru flottar í liði Snæfells. Aaryn frábær í sókninni og Bryndís átti einnig góðan leik þar. Bryndís stjórnaði aftur á móti vörn Snæfells eins og herforingi og Ellenberg stýrði sóknarleik gestanna á sama hátt.Hvað gekk illa?Stjarnan spilaði ekki nægilega góðan varnarleik annan leikinn í röð og voru Snæfellingar að hirða fráköst af leikmönnum Stjörnunnar á of auðveldan hátt. Sóknarleikurinn gekk ekki smurt fyrir sig og var hver einasta karfi gríðarlega erfið, þær þurftu að hafa meira fyrir hverri körfu en Snæfellingar.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 33/9 fráköst/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/7 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Eyrún Embla Jónsdóttir 0, Shanna Dacanay 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0. Snæfell: Aaryn Ellenberg 31/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 21/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0. Ingi: Klárum þetta í næsta leik„Ég er ánægður að vera kominn í 2-0 en það var reyndar margt í þessum leik sem ég var ekki ánægður með,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Það sem ég var ánægður með var að það stigu aðrir leikmenn upp og Bryndís [Guðmundsdóttir] átti sinn besta leik. Ég var óánægður með að við vorum að ná forystu og henda henni síðan strax frá okkur til baka. Við komumst tuttugu stigum yfir og svo allt í einu munaði bara tíu stigum.“ Ingi segir að Stjarnan sé þannig lið að leikmennirnir gefast aldrei upp. „Þær fengu allt og mörg tækifæri til að komast sér inn í leikinn og mér fannst það algjör óþarfi. Þetta var samt mjög jákvæður sigur og sigur liðsheildarinnar. Við ætlum okkur langt í þessari keppni og þurfum því að skoða allt í okkar leik. Við fáum núna tækifæri til að klára þetta í Hólminum á miðvikudaginn og ætlum okkur að gera það.“ Pétur: Töpuðum fáránlega mörgum boltum„Við erum bara ekki nægilega grimmar í leiknum og þær ýta okkur bara út úr stöðum,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Í næstu sókn ætlum við síðan að hefna okkar og verðum í stað klaufalegar og of æstar og fáum þá á okkur klaufalegar villur. Snæfellsliðið er gott, með góða leikmenn og mjög reynslumikla, og þær gerðu bara vel í dag.“ Hann segir að Snæfell hafi náð að lokka Stjörnuna í þeirra leik. „Ég veit ekki hvort mínir leikmenn hafi kannski verið eitthvað yfirspenntir. Margar eru að stíga sín fyrstu skref í úrslitakeppni og núna er mikil umfjöllun og það gæti farið inn í hausinn á leikmönnum.“ Pétur segir að tapaði boltar hafi farið með þennan leik. „Við erum að tapa 26 boltum sem er alveg gjörsamlega fáránlegt. Við erum að frákasta vel og fín barátta í liðinu en að tapa svona mörgum boltum þá á maður ekki séns.“ Hann segir að Stjarnan ætli sér að selja sig dýrt í næsta leik. „Við vitum að verkefnið er erfitt en við ætlum bara að fara í Hólminn og sækja sigur, það kemur ekkert annað til greina.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira