Messi: Var að blóta loftinu en ekki línuverðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 08:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM. Messi fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir það sem hann lét út úr sér við aðstoðardómarann á meðan leiknum stóð en var síðan dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir móðgandi og særandi orð sem hann átti að hafa sagt í þessum samskiptum sínum við aðstoðardómarann á hliðarlínunni. Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á móti Síle með marki úr vítaspyrnu. Hann er einn allra besti knattspyrnumaður heims og ekki þekktur fyrir mikinn ruddaskap innan vallar. Dómurinn var engu að síður mjög strangur. Margir í kringum Messi hafa fordæmt þetta bann en það sá til þess að Messi gat ekki spilað á móti Bólivíu í fyrrakvöld þar sem argentínska landsliðið tapaði 2-0. Lionel Messi sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær en það var argentínska blaðið La Nacion sem birti hana. „Ég var aldrei að segja þetta við aðstoðardómarann heldur var ég að tala við loftið,“ sagði Lionel Messi í yfirlýsingu sinni. Argentínumenn hafa brugðist mjög illa við þessum dómi og hafa þegar áfrýjað honum. Þetta eru nefnilega mjög slæmar fréttir fyrir argentínska landsliðið sem hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum og fengið 15 af 18 mögulegum stigum í undankeppninni með Messi en aðeins unnið 1 af 8 leikjum sínum og fengið bara 7 af 24 mögulegum stigum í leikjunum án hans. Argentínska landsliðið á fjóra leiki eftir í undankeppninni og mun Messi missa af þremur þeirra. Argentína er dottið niður í fimmta sæti og er nú án Messi í mikilli hættu á að missa af HM í Rússlandi 2018.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Tengdar fréttir „Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30 Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31 Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57 Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
„Messi er Barca og Barca er Messi“ Neymar er alveg viss um að Lionel Messi verður áfram hjá Barcelona en samningaviðræður ganga erfiðlega. 28. mars 2017 23:30
Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld. 28. mars 2017 22:31
Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. 28. mars 2017 14:57
Landsliðsþjálfari Argentínu segir vinnubrögð FIFA furðuleg Lionel Messi var dæmdur í umdeilt fjögurra leikja bann fyrir að úthúða aðstoðardómara. 29. mars 2017 16:00