Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16