Vaxtalækkun er knýjandi Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 15. mars 2017 07:00 Tilefni greinar forsvarsmanna samtaka helstu útflutningsgreina landsins í Fréttablaðinu í gær er vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands en háir vextir og sterkt gengi hafa sett útflutningsgreinarnar í grafalvarlega stöðu. Rekstrarskilyrði þeirra hafa tekið stakkaskiptum til hins verra á undanförnum misserum vegna gengisstyrkingar og mikilla launahækkana. Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður. SA fagna þeirri losun fjármagnshafta sem tók gildi í vikunni og leiðir vonandi til betra jafnvægis í gengi krónunnar. En meira þarf til svo styrking gengis krónunnar stöðvist og setji útflutningsgreinarnar ekki í þrot, þ.e. myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans. Samhliða skapast sterkur hvati fyrir íslenska lífeyrissjóði til að auka verulega fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum. Sú ákvörðun er skynsamleg fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og mun auka áhættudreifingu sjóðanna til lengri tíma. Hagsmunir almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða eru samofnir hvað varðar stöðugt og raunhæft gengi krónunnar. Viðvarandi vaxtamunur við útlönd, sem býður fjárfestum upp á margfalda ávöxtun miðað við önnur ríki, leiðir til viðvarandi ásóknar í innlenda vexti sem óhjákvæmilega stuðlar að styrkingu krónunnar. Vaxtalækkun styður við atvinnulífið og gagnast heimilum með beinum hætti. Núna eru skilyrði hagfelld til að taka næsta skref í efnahagslegri framþróun þjóðarinnar. Meginrök talsmanna hárra vaxta er þensla í efnahagslífinu. Áhrif hárra vaxta Seðlabankans á einkaneyslu almennings og fjárfestingu fyrirtækja eru óviss vegna flókinnar miðlunar stýrivaxta út í hagkerfið. Hins vegar er óumdeilt að háir vextir eru veigamikill þáttur í styrkingu krónunnar. Kalt hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu að lægri raunvextir stuðla að efnahagslegri velgengni til lengri tíma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni greinar forsvarsmanna samtaka helstu útflutningsgreina landsins í Fréttablaðinu í gær er vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands en háir vextir og sterkt gengi hafa sett útflutningsgreinarnar í grafalvarlega stöðu. Rekstrarskilyrði þeirra hafa tekið stakkaskiptum til hins verra á undanförnum misserum vegna gengisstyrkingar og mikilla launahækkana. Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður. SA fagna þeirri losun fjármagnshafta sem tók gildi í vikunni og leiðir vonandi til betra jafnvægis í gengi krónunnar. En meira þarf til svo styrking gengis krónunnar stöðvist og setji útflutningsgreinarnar ekki í þrot, þ.e. myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans. Samhliða skapast sterkur hvati fyrir íslenska lífeyrissjóði til að auka verulega fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum. Sú ákvörðun er skynsamleg fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og mun auka áhættudreifingu sjóðanna til lengri tíma. Hagsmunir almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða eru samofnir hvað varðar stöðugt og raunhæft gengi krónunnar. Viðvarandi vaxtamunur við útlönd, sem býður fjárfestum upp á margfalda ávöxtun miðað við önnur ríki, leiðir til viðvarandi ásóknar í innlenda vexti sem óhjákvæmilega stuðlar að styrkingu krónunnar. Vaxtalækkun styður við atvinnulífið og gagnast heimilum með beinum hætti. Núna eru skilyrði hagfelld til að taka næsta skref í efnahagslegri framþróun þjóðarinnar. Meginrök talsmanna hárra vaxta er þensla í efnahagslífinu. Áhrif hárra vaxta Seðlabankans á einkaneyslu almennings og fjárfestingu fyrirtækja eru óviss vegna flókinnar miðlunar stýrivaxta út í hagkerfið. Hins vegar er óumdeilt að háir vextir eru veigamikill þáttur í styrkingu krónunnar. Kalt hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu að lægri raunvextir stuðla að efnahagslegri velgengni til lengri tíma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun